Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2018 22:42 Leikmenn Hugins fyrir leikinn gegn Aftureldingu fyrr í vísir/aðsend Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Sjá meira
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13