Íslenski boltinn

Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik hjá Völsungi fyrr í sumar.
Úr leik hjá Völsungi fyrr í sumar. hafþór hreiðarsson/640.is
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungar og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli.

Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum leikinn en leikmaður Völsungs var ranglega vikið af velli þegar í uppbótartíma var komið.

Völsungur hefur gengið hart á eftir svörum frá KSÍ og mikill hiti hefur verið í málinu. Nú er kominn niðurstaða og verður spilað aftur.

„Leikur Hugins Seyðisfirði og Völsungs Húsavík í 2. deild sem leikin var 17. ágúst 2018 á Seyðisfjarðarvelli er ógildur og skal endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli,” segir í dómunm sem má lesa hér.

Auk þess að birta dóminn á vef KSÍ birta þeir yfirlýsingu þar sem þeir fara yfir samskipti sín og Völsungs en eins og áður segir hefur verið mikill hiti í samskiptum félaganna.

„Óumdeilt er að dómari leiksins gerði mistök þegar leikmanni Völsungs var sýnt rautt spjald í umræddum leik,” segir meðal annars í yfirlýsingunni og neðar í henni má einnig sjá:

„Ásakanir um óheiðarleika og hótanir eru hins vegar alvarlegar - engu máli skiptir hverjum slíkri ásökun er beint að.”

Þetta setur Völsung í þá stöðu að þeir geti enn komist upp í Inkasso-deildina. Vinni þeir leikinn gegn Huginn, sem ekki er kominn dagsetning á, fara þeir í 40 stig.

Afturelding er í efsta sætinu með 42 stig, Grótta í öðru sætinu með jafn mörg stig og Vestri er með 41 stig. Ein umferð er eftir af mótinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×