Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2018 11:42 Lögregluþjónar við björgunarstörf í Hong Kong. Vísir/EPA Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. Þá hefur tala látinna á Filippseyjum hækkað í 49 og mun hún líklegast hækka frekar. Mangkhut er talinn vera sterkasta óveður ársins. Fellibylurinn náði landi í Kína í morgun nærri borginni Jiangmen í Guangdong-héraði. Minnst 2,45 milljónir íbúa hafa verið fluttir af heimilum sínum og yfirvöld héraðsins hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi. Það sama hefur verið gert í Hong Kong. Þar hækkaði sjávarborðið um nærri því þrjá og hálfan metra og enduðu lifandi fiskar á götum borgarinnar.AFP fréttaveitan segir fjölmarga hafa slasast í Hong Kong en ekki sé vitað til þess að einhver hafi dáið. Í Filippseyjum dóu flestir vegna aurskriða og meðal hinna látnu er eitt barn og eitt ungabarn. Björgunaraðilar hafa þó ekki komist til einhverra afskekktra samfélaga og þykir því líklegt að tala látinna muni hækka úr 49. þá fór fellibylurinn yfir landbúnaðarsvæði og eru uppskerur víða ónýtar. Einn íbúi sem AFP ræddi við segist hafa misst allt sitt. „Við vorum þegar fátæk og svo lentum við í þessu. Við höfum misst alla von,“ sagði Mary Anne baril. Öll uppskera fjölskyldu hennar er ónýt og hún segir lífsviðurværi þeirra þar með farið. Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Minnst þrettán eru dánir en búist er við sögulegum flóðum Sérfræðingar óttast að flóð í ám muni slá met og hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín. 16. september 2018 08:39 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. Þá hefur tala látinna á Filippseyjum hækkað í 49 og mun hún líklegast hækka frekar. Mangkhut er talinn vera sterkasta óveður ársins. Fellibylurinn náði landi í Kína í morgun nærri borginni Jiangmen í Guangdong-héraði. Minnst 2,45 milljónir íbúa hafa verið fluttir af heimilum sínum og yfirvöld héraðsins hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi. Það sama hefur verið gert í Hong Kong. Þar hækkaði sjávarborðið um nærri því þrjá og hálfan metra og enduðu lifandi fiskar á götum borgarinnar.AFP fréttaveitan segir fjölmarga hafa slasast í Hong Kong en ekki sé vitað til þess að einhver hafi dáið. Í Filippseyjum dóu flestir vegna aurskriða og meðal hinna látnu er eitt barn og eitt ungabarn. Björgunaraðilar hafa þó ekki komist til einhverra afskekktra samfélaga og þykir því líklegt að tala látinna muni hækka úr 49. þá fór fellibylurinn yfir landbúnaðarsvæði og eru uppskerur víða ónýtar. Einn íbúi sem AFP ræddi við segist hafa misst allt sitt. „Við vorum þegar fátæk og svo lentum við í þessu. Við höfum misst alla von,“ sagði Mary Anne baril. Öll uppskera fjölskyldu hennar er ónýt og hún segir lífsviðurværi þeirra þar með farið.
Filippseyjar Hong Kong Tengdar fréttir Minnst þrettán eru dánir en búist er við sögulegum flóðum Sérfræðingar óttast að flóð í ám muni slá met og hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín. 16. september 2018 08:39 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Minnst þrettán eru dánir en búist er við sögulegum flóðum Sérfræðingar óttast að flóð í ám muni slá met og hefur þúsundum verið gert að yfirgefa heimili sín. 16. september 2018 08:39
Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20