Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Við færum gleði í Garðabæinn næstu vikurnar

Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. vísir/ernir
„Þetta var frábær fótboltaleikur, við vorum hrikalega góðir. Blikarnir voru hrikalega góðir líka og þetta var frábær skemmtun. Svona er þetta í vítakeppnum, þetta getur farið hvoru megin sem er," sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en bæði lið fengu þó færi til að skora áður en kom að vítakeppninni. 

"Við fengum stórhættuleg færi í blálokin, reyndar þeir líka þar sem Halli varði hérna tvisvar sinnum frábærlega. Þetta var sigur liðsheildar, baráttu og þreks. Við erum búnir að æfa hrikalega vel í ár og í vetur, þessir strákar eru búnir að leggja mikið á sig og þeir uppskáru svo sannarlega í dag,” sagði Rúnar strax eftir leik.

„Haraldur var frábær í dag og varði hérna tvisvar á mikilvægum augnablikum og Gulli hélt þeim inni í leiknum með frábærum markvörslum,” sagði Rúnar aðspurður um frammistöðu markmannana tveggja í dag.

„Mér fannst við svona heilt yfir betra liðið í dag, áttum þetta svo sannarlega skilið. Þetta var frábær leikur og ég er hrikalega ánægður með þetta, þetta er stórt skref að fá bikarinn inn í Garðarbæinn í fyrsta skipti. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessu og strákarnir. Þetta er þvílík gleði og við færum gleði inn í Garðabæinn í kvöld og næstu vikurnar,” sagði Rúnar um leik kvöldsins.

Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar en þeir komist tvisvar áður komist í úrslitaleikinn. Fyrst árið 2012 þar sem þeir töpuðu 2-1 gegn KR, svo töpuðu þeir aftur í úrslitaleiknum einungis ári seinna, þá gegn Fram í vítaspyrnukeppni.


Tengdar fréttir

Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra

Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×