Segja þjóðir grafa undan refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2018 10:04 Bandaríkin vilja koma í veg fyrir að Norður-Kórea hafi aðgang að reiðuféi sem það notar til að byggja upp kjarnorkuvopn ríkisins. Vísir/AP Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Bandaríkin hafa boðað til fundar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á mánudaginn til að ræða viðleitni ríkja til að grafa undan refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu. Aðgerðum þessum er ætlað að þvinga ríkisstjórn einræðisherrans Kim Jong-un til að láta af eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum ríkisins. Sendinefnd Bandaríkjanna hefur ekki nefnt hvaða ríki um er að ræða en áðurð efur Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanan hjá Sameinuðu þjóðunum, sakað Rússa um að beita óháða rannsóknarnefnd þrýstingi og reyna að fá þá til að breyta niðurstöðum skýrslu sem verið er að vinna að. Í skýrslunni mun segja að rússneskir aðilar hafi reynt að komast hjá aðgerðunum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá hafa Kínverjar einnig verið nefndir í þessu samhengi. Þar kemur fram að Norður-Kórea hafi keypt umtalsvert magn af olíu-vörum, í trássi við refsiaðgerðirnar, með því að flytja olíu á milli skipa á hafi úti og þá meðal annars frá rússneskum skipum. Norður-Kórea hefur ekki hætt kjarnorkuvopnaáætlun sinni eins og þeir hafa haldið fram. Það eru niðurstöður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og annarra aðila sem fylgjast með einræðisríkinu. Hins vegar sagði Haley fyrr á árinu að hertar aðgerðir gegn Norður-Kóreu hefðu leitt til þess að aðgangur þeirra að reiðuféi hefði nánast stöðvast. Embættismenn og sérfræðingar segja þessar aðgerðir hafa spilað stóra rullu í bættu sambandi Norður- og Suður-Kóreu og fengið Kim að samningaborðinu með Donald Trump í Singapúr í sumar. Þar skrifuðu leiðtogarnir undir óljóst skjal um að losa Kóreuskagann við kjarnorkuvopn. Síðan þá virðist sem að lítið hafi gerst og hefur Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, unnið hörðum höndum að því að safna stuðningi fyrir áframhaldandi refsiaðgerðum. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa hins vegar sagt að þeir vilji að dregið verði úr þvingunum og refsiaðgerðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46 Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55 Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Engin kjarnorkuvopn á Hersýningu í Norður-Kóreu Eldflaugar voru ekki sýnilegar þegar Norður-Kórea blés til hersýningar til að fagna 70 ára afmæli landsins. 9. september 2018 08:46
Kim pirraður á því að heimurinn trúi honum ekki Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, vill að góðvild sín verði endurgoldin. 6. september 2018 10:55
Kim Jong-un sendi Trump enn eitt bréfið Viðræður eru hafnar á milli embættismanna Norður-Kóreu og Bandaríkjanna um að forsetar ríkjanna hittist á fundi á nýjan leik. Kim Jong-un, leiðtogi N-Kóreu, sendi kollega sínum, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna bréf á dögunum 10. september 2018 22:03