Íslandspóstur fær hálfan milljarð í lán frá ríkinu Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 15:23 Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins. Vísir/Arnþór Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Ríkissjóður hefur veitt Íslandspósti 500 milljóna króna lán til allt að 12 mánaða til að styrkja lausafjárstöðu félagsins, með fyrirvara um heimild í fjáraukalögum. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands. Í tilkynningunni frá Stjórnarráðinu kemur fram að bréfasendingum hefur farið ört fækkandi um allan heim. Því er haldið fram að auknar tekjur af pakkasendingum, vegna aukins umfangs netverslunar, dugi ekki til að vega upp á móti samdrætti í bréfasendingum. Er þessi þróun sögð hafa neikvæð áhrif á efnahag og lausafjárstöðu félagsins. Því er haldið fram að þó eiginfjárstaðan sé sterk þá þurfi að styrkja rekstrargrundvöll fyrirtækisins til framtíðar eigi það að geta gegnt hlutverki sínu. Eru nágrannaríki Íslands sögð glíma við sambærilega þróun og nýleg dæmi í Evrópu um að póstfyrirtæki í ríkiseigu hafi fengið hlutafjáraukningu, lánafyrirgreiðslu eða beina rekstrarstyrki til að bregðast við áhrifum þessarar þróunar. Er Íslandspóstur sagður þurfa á fjármagni að halda þrátt fyrir lántöku undanfarin ár. Leitaði félagið til ríkisins um fyrirgreiðslu og sagði 500 milljónir vanta upp á. Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að móta þurfi framtíðarstefnu og áætlun um hvernig haga beri póstþjónustu þannig að hún verði sjálfbær. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sem ráðuneyti póstmála vinnur að endurskoðun gildandi lagaramma til að tryggja góða póstþjónustu um allt land. Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins og hefur félagið rekstrarleyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun sem kveður á um að það skuli gegna skyldum ríkisins samkvæmt lögum um póstþjónustu. Í því felst m.a. að félagið fer með einkarétt ríkisins til að sinna póstþjónustu, þ.e. póstsendingar bréfa allt að 50 g., og sinnir alþjónustu fyrir hönd ríkisins til að tryggja öllum landsmönnum aðgang að póstþjónustu með skilgreindum gæðum og á viðráðanlegu verði. Nær alþjónustuskyldan til sendinga allt að 20 kg. Með lánveitingunni tryggir ríkið tímabundið möguleika félagsins til að standa undir þessum skyldum.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira