Íslenski boltinn

Knattspyrnudeild Fram fer frá borði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik hjá Fram í sumar.
Úr leik hjá Fram í sumar. fréttablaðið/sigtryggur
Stjórn knattspyrnudeildar Fram er hætt og aðalstjórn félagsins hefur tekið við rekstri deildarinnar.

Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild kemur fram að þeir sem hafa setið í stjórninni síðustu þrjú og hálfa árið hafa ekki lengur tíma og aðstöðu til að sinna starfinu eins og þarf. Þegar hafði kvarnast úr hópnum.

Hefst því leit aðalstjórnar að nýjum stjórnarmönnum. Fram er í sjötta sæti í Inkasso-deildinni.

Yfirlýsing Framara:

Stjórn Knattspyrnudeildar hefur óskað eftir því að aðalstjórn félagsins taki við rekstri knattspyrnudeildar.

Að jafnaði eru stjórnarkjör hjá knattspyrnudeildinni að vori, hins vegar eru mörg og mikilvæg verkefni unnin á næstu vikum og fram til áramóta sem stjórnin fráfarandi telur best að séu á forræði aðalstjórnar eða annara sem aðalstjórn velur til verksins.

Það hefur reynst sífellt erfiðara að manna allt það sjálfboðaliðsstarf sem umfangsmikill rekstur eins og knattspyrnudeildin kallar á. Sú stjórn sem nú fer frá hefur starfað í 3.5 ár og á þeim tíma hefur kvarnast úr hópnum. Nú er svo komið að þeir sem eftir sitja hafa ekki lengur tíma eða aðstöðu til að sinna starfinu eins og þarf og því er brýnt að annað fólk komi að starfinu og haldi áfram að byggja upp deildina.

Aðalstjórn og starfsfólk  Fram vill þakka stjórnarmönnum knattspyrnudeildar fyrir gott starf í þágu félagsins.

Aðalstjórn mun því í framhaldi skipa stjórn sem fer með öll málefni deildarinnar.

Knattspyrnufélagið FRAM




Fleiri fréttir

Sjá meira


×