Upphitun: Hver vinnur í gufubaðinu í Singapúr? Bragi Þórðarson skrifar 14. september 2018 06:00 Hamilton mætir til leiks í Singapúr. vísir/getty Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Um helgina verður keppt undir flóðljósunum við höfn Singapúr er fimmtánda umferðin í Formúlu 1 fer fram. Kappaksturinn er einn sá magnaðasti ár hvert, ekki bara vegna þess að keyrt er að nóttu til, heldur er Marina Bay brautin ein sú erfiðasta á dagatalinu. „Þetta er eins og að keyra í gufubaði‘‘ sagði Stoffel Vandoorne eftir kappaksturinn í Singapúr í fyrra. Lofthiti fer oft yfir 30 gráður og rakastigið er u.þ.b. 80 prósent. Brautin er rúmir fimm kílómetrar að lengd og missa ökumenn þrjú til fjögur kíló í kappakstrinum.10 ár liðin frá „crashgate” Það hefur verið keppt á brautinni öll ár frá 2008 og hafa margir eftirminnilegir kappakstrar átt sér stað í Singapúr. Í fyrra skullu Ferrari bílarnir saman á fyrsta hring með þeim afleiðingum að bæði Kimi Raikkonen og Sebastian Vettel urðu frá að hverfa. Árið 2008, fyrsta ár keppninnar, kom upp eitt vafasamasta augnablik í 60 ára sögu Formúlu 1. Þá klessti Nelson Piquet Jr. Renault bíl sínum á vegg með þeim afleiðingum að öryggisbíllinn var kallaður út. Þá gat liðsfélagi Piquet, Fernando Alonso, farið inná þjónustusvæðið og fyrir vikið vann Alonso kappaksturinn. Ári eftir atvikið kom í ljós að Renault liðið skipaði Piquet að klessa viljandi á vegginn til að fá öryggisbílinn út. Allir helstu stjórnarmenn liðsins voru settir í bann frá Formúlu 1, liðið missti alla styrktaraðila sýna og hætti starfsemi ári seinna. Renault snéri þó aftur í sportið árið 2016.Hvað gerir Vettel sem þarf sigur?vísir/gettyVettel þarf sigur Það var í þessari keppni í fyrra sem að titilslagur Sebastian Vettel tók ranga stefnu eftir samstuðið við Raikkonen. Nú er Þjóðverjinn 30 stigum á eftir aðal keppinauti sínum, Lewis Hamilton, í slagnum um titil ökumanna. Vettel þarf því á sigri að halda ef hann ætlar að stoppa Bretann í að ná sínum fimmta titli. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn sjálfur verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Ræsing í kappakstrinum verður klukkan 12 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti