Ólafía Þórunn: Búið að vera stöngin út á tímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 13. september 2018 20:00 Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það eru stórar vikur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem berst fyrir lífi sínu á LPGA-mótaröðinni næstu vikurnar. Ólafía segist þó ekki vera óánægð með spilamennsku sína á þessu tímabili og segir hún að mörgu leyti betri spilamennska en í fyrra. „Ég er ekki óánægð og mér finnst ég vera betri en í fyrra en það er bara ekki búið að sjást á skorinu mínu,” sagði Ólafía í samtali við Arnar Björnsson. „Þetta er búið að vera stöngin út. Ég missti helling af niðurskurðum með einu höggi og þegar það gerist þá færðu engin stig. Þú ert kannski að spila vel en nærð ekki að sýna það,” en hvað er hún ánægðust með? „Mér finnst ég vera búin að slá ótrúlega vel. Ég er búin að vera ótrúlega sterk. Það er búið að blása mikið á móti en ég er búin að ná að höndla það alveg ágætlega.” „Það verður auðvitað erfitt stundum en mér finnst ég hafa náð að höndla það ágætlega,” en hversu erfitt er að sjá eftir hverjum niðurskurðinum á fætur öðru með einu höggi? „Það er ótrúlega erfitt, sérstaklega þegar það hefur gerst fjórum sinnum í röð. Þá verður þetta dálítið andlegt. Þú þarft að breyta hugsuninni og hugsa hvað þú vilt, ekki hræðast það sem þú vilt ekki.” Alla fréttina má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira