Körfubolti

Collin Pryor í íslenska landsliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Collin Anthony Pryor er orðinn íslenskur landsliðsmaður.
Collin Anthony Pryor er orðinn íslenskur landsliðsmaður. vísir
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, hefur valið hópinn sem mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 ytra á sunnudagin.

Collin Pryor, leikmaður Stjörnunnar, er í hópnum en hann spilaði sína fyrstu landsleiki á dögunum þegar að íslenska liðið vann Noreg tvívegis í vináttuleikjum.

Pryor sem er frá Bandaríkjunum, kom til Íslands árið 2014 til að spila með FSu á Selfossi. Hann gekk í raðir Fjölnis árið 2016 en var svo fenginn til Stjörnunnar í Domino´s-deildinni fyrir síðustu leiktíð.

Þessi öflugi kraftframherji fékk íslenskt ríkisfang á þessu ári og er því augljóslega löglegur með íslenska landsliðinu en hann og Danero Thomas, leikmaður Tindatóls, voru báðir í hópnum gegn Noregi á dögunum.

Pryor er ekki eini leikmaðurinn í hópnum sem er að fara að spila sinn fyrsta mótsleik á vegum FIBA því Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er einnig í hópnum. Hann spilaði sömuleiðis á móti Noregi.

Íslenska liðið verður án Hauks Helga pálssonar sem er meiddur en það kom í ljós rétt áður en að hann átti að leggja af stað til Íslands. Mikill missir fyrir Ísland. Þá er Jón Arnór Stefánsson einnig meiddur en vonast er til að þeir spili báðir næstu leiki í lok nóvember.

Landsliðshópurinn sem mætir Portúgal:

Collin Proyr, Stjörnunni

Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni

Kári Jónsson, Barcelona

Hlynur Bæringsson, Stjörnunni

Elvar Már Friðriksson, Denain

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík

Kristinn Pálsson, Njarðvík

Martin Hermannsson, Alba Berlín

Kristófer Acox, Denain

Ólafur Ólafsson, Grindavík

Hjálmar Stefánsson, Haukar

Tryggvi Hlinason, Monbus Obradorio




Fleiri fréttir

Sjá meira


×