Töluvert af gæs komin í tún og akra Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2018 10:39 Gæsaveiðin hefur verið upp og ofan síðustu daga en það voru samt einhverjir sem gerðu ágætis skytterí um helgina. Veiðivísir var á flakki um suðurlandsundirlendið um helgina og víða mátti sjá töluvert af gæs á túnum og í ökrum þá sérstaklega við Fljótshlíð og í ökrum sunnan við Hellu og Hvolsvöll. Það á síðan bara eftir að bæta í þessa hópa á næstu vikum en það gerist þó yfirleitt ekki fyrr en það fer aðeins að kólna. Það voru greinilega allmargir við veiðar á heiðagæs um helgina því sumir staðir sem eru vel þekktir voru nokkuð vel setnir bæði í kvöldflugi á föstudagskvöld og laugardagskvöld. Þær skyttur sem við höfum heyrt frá voru í mismiklum fugli eða allt frá því því að fá 4-5 gæsir yfir í 20-30 gæsir í kvöldfluginu. Það fer síðan mikið eftir því hvernig viðrar í haust hversu lengi tímabilið mun endast en í fyrra hætti veiðin að mestu um miðjan nóvember og mestur hluti gæsarinnar hvarf af landi brott. Haustið í fyrra var eins og við munum eftir kalt og vindasamt en þegar betur viðrar er víða hægt að skjóta gæs fram í desember. Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði
Gæsaveiðin hefur verið upp og ofan síðustu daga en það voru samt einhverjir sem gerðu ágætis skytterí um helgina. Veiðivísir var á flakki um suðurlandsundirlendið um helgina og víða mátti sjá töluvert af gæs á túnum og í ökrum þá sérstaklega við Fljótshlíð og í ökrum sunnan við Hellu og Hvolsvöll. Það á síðan bara eftir að bæta í þessa hópa á næstu vikum en það gerist þó yfirleitt ekki fyrr en það fer aðeins að kólna. Það voru greinilega allmargir við veiðar á heiðagæs um helgina því sumir staðir sem eru vel þekktir voru nokkuð vel setnir bæði í kvöldflugi á föstudagskvöld og laugardagskvöld. Þær skyttur sem við höfum heyrt frá voru í mismiklum fugli eða allt frá því því að fá 4-5 gæsir yfir í 20-30 gæsir í kvöldfluginu. Það fer síðan mikið eftir því hvernig viðrar í haust hversu lengi tímabilið mun endast en í fyrra hætti veiðin að mestu um miðjan nóvember og mestur hluti gæsarinnar hvarf af landi brott. Haustið í fyrra var eins og við munum eftir kalt og vindasamt en þegar betur viðrar er víða hægt að skjóta gæs fram í desember.
Mest lesið Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Fáskrúð og Norðurá II í brennidepli Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði