Erlent

Öryggisgalli hafði áhrif á 50 milljónir notenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez
Starfsmenn Facebook uppgötvuðu í vikunni öryggisgalla á samfélagsmiðlinum sem hafði áhrif á nærri því 50 milljónir notenda. Gallinn gerði gerði hökkurum kleift að komast yfir gögn sem hægt var að nota til að taka yfir Facebooksíður notenda. Búið er að loka á gallann og síðurnar sem um ræðir, og fleiri, hafa verið endurræstar.

Lykilorð notenda eru ekki meðal þeirra gagna sem hakkararnir komu höndum yfir, samkvæmt Facebook. Þá liggur ekki fyrir hvort að hakkararnir hafi tekið yfir einhverjar síður.

Þetta þýðir að um 90 milljónir notenda þurftu að ská sig aftur inn á Facebook. Notendurnir sem um ræðir fengu og fá tilkynningu um hvað gerðist.

Samkvæmt tilkynningu frá Facebook er búið að láta lögreglu vita en rannsókn starfsmanna Facebook er enn á frumstigi´. Upp komst um gallann á þriðjudagskvöldið.



Gallinn snýr að „View as“ hluta samfélagsmiðilsins þar sem notendur geta skoðað eigin Facebooksíður sem aðrir aðilar, til að sjá hvaða upplýsingar hægt er að finna þar. Facebook hefur lokað á „View as“ tímabundið.

Ekki liggur fyrir hverjir árásaraðilarnir eru né hvaðan þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×