Finau með stórbrotið högg er Bandaríkin tóku tveggja vinninga forystu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2018 12:43 Finau fagnar á hringnum í morgun vísir/getty Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkin eru með 3-1 forystu eftir fyrstu keppnislotu Ryder-bikarsins í golfi sem hófst í morgun á Le Golf National-vellinum. Keppt var í fjórbolta, þar sem keppt er í tveggja manna liðum og sá kylfingur sem á lægsta skor á hverri holu vinnur holuna. Dustin Johnson og Rickie Fowler voru fyrstir til þess að næla í vinning, þeir höfðu betur gegn Rory McIlroy og Thorbjorn Olesen 4&2. Justin Rose og John Rahm höfðu leitt viðureign sína við Brooks Koepka og Tony Finau lengst af en ótrúlegt teighögg Finau á sextándu holu þar sem boltinn var við það að fara í vatnið en skoppaði rétt við pinnann snéri viðureigninni við og náðu þeir að taka sigurinn á 18. holu. Paul Casey og Tyrell Hatton voru komnir þremur holum undir gegn Justin Thomas og Jordan Spieth en náðu að jafna þegar fimm holur voru eftir. Spieth og Thomas voru hins vegar of sterkir og tóku unnu leikinn á erfiðri 18. holu. Eina evrópska liðið sem náði í sigur var Francesco Molinari og Tommy Fleetwood. Fleetwood fór á kostum á síðustu holunum og tryggði sigur gegn Patrick Reed og Tiger Woods 3&1. Enn gengur því ekkert hjá Tiger í Ryder-bikarnum en hann náði ekki að fylgja eftir frábærri frammistöðu á lokamóti PGA mótaraðarinnar um síðustu helgi. Keppni í fjórmenningi er hafin og er bein útsending frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira