Háskólinn í Reykjavík meðal 350 bestu háskóla heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 15:24 Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segist stoltur af árangri skólans. Vísir/vilhelm Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum. Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík (HR) í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Í tilkynningu frá HR segir að áhrif rannsókna séu metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar - „það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.“ Þetta hafi meðal annars þau áhrif að HR tekur stökk upp á við á lista THE yfir bestu háskóla í heimi og er nú listaður á meðal 300 til 350 bestu háskóla heims. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir í tilkynningunni að þessi árangur sé stórkostlegur. „Þetta er skýr alþjóðlegur vitnisburður um það öfluga rannsóknastarf sem hefur verið byggt upp við háskólann á undanförnum árum og áratugum. Markmið vísindastarfs er að hafa áhrif með þeirri nýju þekkingu sem sköpuð er og tilvitnanir mæla vel hversu mikil áhrif vísindastarf hefur í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Að HR sé einn þeirra háskóla sem hefur hlutfallslega mest áhrif sýnir að fræðimenn við háskólann leika stórt hlutverk í sköpun og miðlun nýrrar þekkingar á heimsvísu,“ er haft eftir Ara. Einkunn HR í flokki tilvísana er 99,9 en þeir háskólar sem eru í fyrsta og öðru sæti, Babol Noshirvani tækniháskólinn í Íran og Læknaskóli Brighton og Sussex, eru með einkunnina 100. Listi THE byggir á upplýsingum frá Elsevier um tæplega 68 milljónir tilvitnanir í 14 milljón ritrýndar fræðigreinar, yfirlitsgreinar, bækur, bókakafla og ráðstefnurit, sem gefin hafa verið út síðustu fimm árin. Í einkunnagjöf THE fyrir tilvitnanir er jafnframt tekið tillit til fjölda starfsmanna við háskóla, mismunar á útgáfutíðni milli fræðigreina og fleiri slíkra atriða. Á heildarlista Times Higher Education yfir bestu háskóla í heiminum er HR í 301.-350. sæti. HR tekur stórt stökk á listanum en í fyrra, í fyrsta sinn sem HR rataði á listann, var háskólinn í 401.-500. sæti. Listinn byggist m.a. á mati á kennslu, rannsóknum, alþjóðastarfi og orðspori. Í júní síðastliðnum var sagt frá því að HR væri í 89. sæti á lista THE yfir bestu ungu háskólana í heiminum.
Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum. 21. september 2016 21:38