Einfalt með Evu: Focaccia, súkkulaðimús og Risotto með kóngasveppum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2018 20:45 Eva þekkir einfalda rétti betur en flestir. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. Focaccia með hvítlauk og rósmarín. Focaccia með hvítlauk og rósmarín Deig: 600 g hveiti 1 msk hunang ½ tsk. Salt 12 g þurrger (1 bréf)1 dl ólífuolíaOfan á:1 dl ólífuolía2 hvítlauksrif1 msk smátt saxað rósmarín10 kirsuberjatómatarAðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35 – 40 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð með ólífuolíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Saxið hvítlauk, rósmarín og blandið við ólífuolíu. Smyrjið deigið vel með hvítlauksolíunni, sáldrið sjávarsalti yfir og stingið nokkrum kirsuberjatómötum í deigið. Bakið brauðið við 200 °C í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Súkkulaðimús af dýrari gerðinni. Himnesk súkkulaðimús - Fyrir fjóra 30 g smjör 220 g súkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur Sjávarsalt á hnífsoddi Fersk hindber Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna. Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Ómótstæðilegt Risotto að hætti Evu Laufeyjar. Risotto með kóngasveppum 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 80 g kóngasveppir 10 flúðasveppir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Aðferð: Leggið þurrkaða kóngasveppi í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt söxuðum aspas og smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Brauð Eftirréttir Eva Laufey Rísottó Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. Focaccia með hvítlauk og rósmarín. Focaccia með hvítlauk og rósmarín Deig: 600 g hveiti 1 msk hunang ½ tsk. Salt 12 g þurrger (1 bréf)1 dl ólífuolíaOfan á:1 dl ólífuolía2 hvítlauksrif1 msk smátt saxað rósmarín10 kirsuberjatómatarAðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35 – 40 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð með ólífuolíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Saxið hvítlauk, rósmarín og blandið við ólífuolíu. Smyrjið deigið vel með hvítlauksolíunni, sáldrið sjávarsalti yfir og stingið nokkrum kirsuberjatómötum í deigið. Bakið brauðið við 200 °C í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Súkkulaðimús af dýrari gerðinni. Himnesk súkkulaðimús - Fyrir fjóra 30 g smjör 220 g súkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur Sjávarsalt á hnífsoddi Fersk hindber Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna. Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Ómótstæðilegt Risotto að hætti Evu Laufeyjar. Risotto með kóngasveppum 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 80 g kóngasveppir 10 flúðasveppir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Aðferð: Leggið þurrkaða kóngasveppi í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt söxuðum aspas og smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar.
Brauð Eftirréttir Eva Laufey Rísottó Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira