Menningarbylting eftir poppsprengju Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2018 08:15 Á nýrri stuttskífu Loga Pedros, Fagri Blakkur, eru tvö lög. fréttablaðið/ernir Ég ætlaði alltaf að bæta bónus-lögum við hina plötuna en svo leið tíminn þannig að það „meikaði“ minni og minni „sens“ því að platan kom út í maí, þannig að ég ákvað bara að gefa út „standalone“ plötu. Það eru auðvitað engar reglur – ég gef út tvö lög en það er kannski ekkert algengt nú til dags,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem gaf út plötuna Fagri Blakkur aðfaranótt föstudags. Á henni eru tvö lög: Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík en bæði eru þau popplög í anda þess sem má finna á sólóplötunni Litlir svartir strákar sem kom út í vor við gífurlegar vinsældir. „Ég er dálítið að spila á gítar í þessum lögum. Við vorum að gera stúdíóið okkar allt upp og rýmið er núna svo vel sett upp að það er þægilegt að grípa í gítarinn. Ég byrjaði í framhaldinu að semja svolítið á hann – en á sama tíma er þetta í stíl við það sem ég hef verið að gera.“ Blaðamaður spyr hvort Loga hafi fundist vanta smá rokkara í músíkina og þess vegna hafi hann skutlað nokkrum rokkuðum riffum inn í þessi nýju lög. „Það er mjög mikilvægt að geta rokkað – það vantaði algjörlega smá rokk og ról í þetta. Svo er líka mikill gítar til að mynda í nýju Kanye West-lögunum, sérstaklega í lögunum hans með Kid Cudi – þetta er rosa mikið rokk.“Kanye West og Logi Pedro hafa báðir verið að nota rafmagnsgítara upp á síðkastið.Logi var löngu byrjaður að semja á gítarinn þegar hann heyrði að Kanye, sá þekkti „trendsetter“, væri kominn á svipaðar slóðir og fann þá að hann var á góðri leið – enda Logi stundum kallaður Kanye Íslands, að minnsta kosti af undirrituðum. Litlir svartir strákar varð eins og fyrr segir gífurlega vinsæl og má alveg segja að hún sé ein stærsta poppplata sem komið hefur út á þessu ári. Logi hefur auðvitað getið sér orð „bak við tjöldin“ – hann hefur verið að semja og pródúsera fyrir aðra vinsæla poppara þessa lands en hvernig er það núna að stíga fram fyrir tjöldin og standa svona fremst á sviðinu? „Platan varð vinsæl og það var ótrúlega gaman að fá að upplifa það að gefa út plötu og verða „talk of the town“. Ég er svo þakklátur fyrir að það séu orðin 10 eða 11 ár síðan ég spilaði fyrst á menntaskólaballi og að krakkarnir nenni enn að hlusta á mann. Það gengur ekki að vera alltaf aftast. Unnsteinn sagði einu sinni við mig að ég yrði að hætta að semja bara fyrir aðra, ég yrði að semja undir eigin nafni. Þegar ég var að vinna með Young Karin þá var það náttúrlega Young Karin, og sömuleiðis með Sturlu Atlas. Þannig að það var mjög nett að geta stigið fram og algjörlega kominn tími á það.“ Það hlýtur að vera erfitt að fylgja svona sprengju eins og Litlir svartir strákar eftir og dugar ekkert minna en eitthvað álíka eða meira til. „Sko, það er svo ógeðslega mikið í gangi hjá okkur núna sem á næstu vikum á eftir að koma í ljós. Ég er með verkefni í pípunum sem á eftir að breyta íslensku samfélagi. Ég má ekkert segja um það – en þetta er rosa stórt. Þettta er menningarbylting.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Sturla Atlas hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Loga Pedro. Laginu lýsir hann sem drungalegu poppi en Logi Pedro lendir í mannskæðu bílslysi í myndbandinu og er jarðaður við mikið táraflóð. 12. maí 2018 13:00 Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ég ætlaði alltaf að bæta bónus-lögum við hina plötuna en svo leið tíminn þannig að það „meikaði“ minni og minni „sens“ því að platan kom út í maí, þannig að ég ákvað bara að gefa út „standalone“ plötu. Það eru auðvitað engar reglur – ég gef út tvö lög en það er kannski ekkert algengt nú til dags,“ segir tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem gaf út plötuna Fagri Blakkur aðfaranótt föstudags. Á henni eru tvö lög: Fuðri upp (GOGO) og Reykjavík en bæði eru þau popplög í anda þess sem má finna á sólóplötunni Litlir svartir strákar sem kom út í vor við gífurlegar vinsældir. „Ég er dálítið að spila á gítar í þessum lögum. Við vorum að gera stúdíóið okkar allt upp og rýmið er núna svo vel sett upp að það er þægilegt að grípa í gítarinn. Ég byrjaði í framhaldinu að semja svolítið á hann – en á sama tíma er þetta í stíl við það sem ég hef verið að gera.“ Blaðamaður spyr hvort Loga hafi fundist vanta smá rokkara í músíkina og þess vegna hafi hann skutlað nokkrum rokkuðum riffum inn í þessi nýju lög. „Það er mjög mikilvægt að geta rokkað – það vantaði algjörlega smá rokk og ról í þetta. Svo er líka mikill gítar til að mynda í nýju Kanye West-lögunum, sérstaklega í lögunum hans með Kid Cudi – þetta er rosa mikið rokk.“Kanye West og Logi Pedro hafa báðir verið að nota rafmagnsgítara upp á síðkastið.Logi var löngu byrjaður að semja á gítarinn þegar hann heyrði að Kanye, sá þekkti „trendsetter“, væri kominn á svipaðar slóðir og fann þá að hann var á góðri leið – enda Logi stundum kallaður Kanye Íslands, að minnsta kosti af undirrituðum. Litlir svartir strákar varð eins og fyrr segir gífurlega vinsæl og má alveg segja að hún sé ein stærsta poppplata sem komið hefur út á þessu ári. Logi hefur auðvitað getið sér orð „bak við tjöldin“ – hann hefur verið að semja og pródúsera fyrir aðra vinsæla poppara þessa lands en hvernig er það núna að stíga fram fyrir tjöldin og standa svona fremst á sviðinu? „Platan varð vinsæl og það var ótrúlega gaman að fá að upplifa það að gefa út plötu og verða „talk of the town“. Ég er svo þakklátur fyrir að það séu orðin 10 eða 11 ár síðan ég spilaði fyrst á menntaskólaballi og að krakkarnir nenni enn að hlusta á mann. Það gengur ekki að vera alltaf aftast. Unnsteinn sagði einu sinni við mig að ég yrði að hætta að semja bara fyrir aðra, ég yrði að semja undir eigin nafni. Þegar ég var að vinna með Young Karin þá var það náttúrlega Young Karin, og sömuleiðis með Sturlu Atlas. Þannig að það var mjög nett að geta stigið fram og algjörlega kominn tími á það.“ Það hlýtur að vera erfitt að fylgja svona sprengju eins og Litlir svartir strákar eftir og dugar ekkert minna en eitthvað álíka eða meira til. „Sko, það er svo ógeðslega mikið í gangi hjá okkur núna sem á næstu vikum á eftir að koma í ljós. Ég er með verkefni í pípunum sem á eftir að breyta íslensku samfélagi. Ég má ekkert segja um það – en þetta er rosa stórt. Þettta er menningarbylting.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Sturla Atlas hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Loga Pedro. Laginu lýsir hann sem drungalegu poppi en Logi Pedro lendir í mannskæðu bílslysi í myndbandinu og er jarðaður við mikið táraflóð. 12. maí 2018 13:00 Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Keyrir sumarið í gang með drungalegu poppi Sturla Atlas hefur sent frá sér nýtt lag ásamt Loga Pedro. Laginu lýsir hann sem drungalegu poppi en Logi Pedro lendir í mannskæðu bílslysi í myndbandinu og er jarðaður við mikið táraflóð. 12. maí 2018 13:00
Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan heitir Litlir svartir strákar. 17. maí 2018 13:00