Tónlist

Föstudagsplaylisti Steina Milljón

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Milljón dollara maður.
Milljón dollara maður. Gunnar Ingi Jones
Þorsteinn Gunnar Friðriksson, sem betur er þekktur undir nafninu Steini Milljón, er lærður tónsmiður úr Listaháskólanum og grár köttur í grasrótarsenu Íslands.

Hann er meðal annars meðlimur þungarokkssveitarinnar Une Misère sem hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið, en áður spilaði hann í hljómsveitinni In the Company of Men. Auk þess gerir hann eigin tónlist undir nafninu Milljón, þ.á.m. takta fyrir rappstirnið Unga Besta.

Í kvöld þeytir hann skífum á viðburðinum Heyrðu #1, en þar koma einnig fram HDMirror, SiGRÚN og DVDJ NNS. Á morgun rís svo áðurnefnd sveit In the Company of Men úr gröfinni til að spila á hátíðinni Gleðileg Jón, sem haldin er í þriðja sinn.

Steini lýsir listanum sem „leiðangri inn í algjöra föstudagsgírun. Hip hoppi og danstónlist hrært saman í næringarríkan graut.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×