Örn á lokaholunni tryggði Tiger toppsætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2018 22:30 Woods fagnar erninum vísir/getty Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods og Rickie Fowler leiða keppni á Tour Championship, úrslitamótinu á PGA mótaröðinni í golfi, eftir fyrsta keppnisdag. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir loka holuna eftir einn skolla og fjóra fugla. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og fékk örn á 18. holunni og tryggði sig í forystuna á fimm höggum undir pari, sama skori og Rickie Fowler lauk leik á. Gary Woodland og Englendingurinn Justin Rose eru í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. EAGLE!!!@TigerWoods buries it at the last to tie the lead. #LiveUnderParpic.twitter.com/BJa9pIcXif — PGA TOUR (@PGATOUR) September 20, 2018 Norður-Írinn Rory McIlroy er á þremur höggum undir pari eins og Justin Thomas og Tony Finau. Rose er efstur á FedEx stigalistanum eftir þennan fyrsta hring. Woods fer upp í annað sæti listans miðað við stöðuna eftir lokahringinn og Rickie Fowler fer í það þriðja. Efsti maður stigalistans í lok þessa móts vinnur FedEx úrslitakeppnina. Bryson DeChambeau var efstur á listanum fyrir þetta lokamót en hann náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði á einu höggi yfir pari og fellur niður í fjórða sæti listans. Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst á Golfstöðinni klukkan 17:00 á morgun.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira