Shadow of the Tomb Raider: Drápsvélin Lara Croft Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 11:15 Lara Croft er sannkölluð drápsvél. Eidos Montreal Fornleifafræðingurinn og drápsvélin Lara Croft er snúin aftur. Shadow of the Tomb Raider er þriðji leikurinn síðan Lara endurfæddist í leiknum Tomb Raider árið 2013. Svo fengum við Rise of the Tomb Raider árið 2015 og nú SOTTR. Lara berst við ævaforn samtök, Trinity, sem vinna hörðum höndum að því að finna og öðlast kraftmiklar fornminjar og nota þær í ódæða. Sömuleiðis berst hún við skepnur sem virðast kyngimagnaðar. Meðlimir Trinity beita öllum leiðum til að öðlast þessar fornminjar og skilja iðulega eftir sig sviðna jörð. Það gera Lara hins vegar líka. Að þessu sinni er Lara í frumskóginum að reyna að koma í veg fyrir heimsendi.Það er nánast ómögulegt að tala um Tomb Raider leikina án þess að bera þá saman við Uncharted seríuna, enda eiga leikirnir fjölmargt sameiginlegt og þá sérstaklega þegar kemur að spilun. Það eiga þau Lara Croft og Nathan Drake einnig. Bæði leita þau að fjársjóðum í kappi við tímann og yfirleitt einhverja generíska málaliða sem þau myrða í tonnatali. Þau þurfa bæði reglulega að klifra upp kletta, tré, hús og allt mögulegt og þau lenda bæði einstaklega oft í því að allt umhverfi þeirra, rústir og annað, hrynur eins og spilaborg. Það er margt líkt meðal leikjanna og það er nú erfitt að kvarta yfir því. Sagan hennar Löru er þó ekki jafn áhugaverð og saga Nathan. Það sem framleiðendur leiksins gera þó vel þegar kemur að sögunni er að gera spilurum ljóst að Lara er ekki endilega saklaus af því sem hún sakar andstæðinga sína um. Sjálf fer hún um heiminn og rænir fornminjum og oft með hræðilegum afleiðingum fyrir heimamenn. Þar að auki murkar hún lífið úr fjölda manna. Það hefur gerst í gegnum leikina þrjá að Lara hefur orðið öruggari og harðar, ef svo má að orði komast. Hún er eiginlega orðin dick.Eins og þruma úr heiðskýru lofti.Eidos MontrealUmhverfi SOTTR er mjög flott en leikurinn gerist að mestu í frumskógum Perú, eins og áður hefur komið fram. Þar beitir Lara öllum sínum hæfileikum til að leysa fornar þrautir og myrða málaliða. Svæði leiksins, frumskógarnir og rústirnar, sem Lara þarf að fara yfir eru vel hönnuð og stútfull af leyndarmálum og gátum. Lara þarf að finna styttur til að læra forn tungumál sem opnar á nýjar leiðir og nýjar þrautir þannig að það borgar sig að kíkja reglulega á svæði sem búið er að fara yfir. Þá eru einnig hof falin víða sem gera Löru kleift að öðlast nýja hæfileika. Það borgar sig að klára þau, bæði vegna hæfileikanna og vegna þess að þau eru skemmtileg. Sömuleiðis þarf Lara að drepa dýr og týna plöntur og ýmislegt fleira til að byggja fleiri örvar, gera betri brynju og ýmislegt fleira. Leikurinn býður upp á fullt af fötum fyrir Löru en mér þótti mjög skemmtilegt að sjá að það er hægt að spila leikinn sem gamla Lara Croft, með líkamann sem stenst ekki náttúrulögmálin.Öskrað aðeins Gáturnar í SOTTR eru í senn eitt það skemmtilegasta við leikinn og það mest pirrandi. Þær eru oftar en ekki krefjandi og á sama tíma er Lara sjálf óþolandi. Þegar maður er ekki búinn að komast neitt áfram í gátunni í einhvern tíma gefur Lara vísbendingu, sem er yfirleitt gagnslaus, en hún hættir ekki að segja hana. Aftur og aftur: „Ég þarf að koma vatninu á hreyfingu“ eða eitthvað á þá leið. Það gerir hún ítrekað þar til maður kemst á næsta stig gátunnar. Ég hef orðið mjög reiður yfir nokkrum gátum og jafnvel gargað aðeins á tölvuna. Þar til ég fæ: „Ahhh, auðtvitað-móment“ og gátan er leyst. Á einungis nokkrum sekúndum hætta gátur að vera óþolandi og verða frábærar.Það er margt sem Shadow of the Tomb Raider gerir vel og ýmislegt sem er ekki gert vel. Ég spilaði leikinn í PC og myndavélin var oft að þvælast fyrir mér. Það er mjög pirrandi að falla ofan í gryfju og drepast á göddum á botni gryfjunnar vegna þess að þú gast ekki séð hvert þú varst að hoppa. Svo hefur mér reynst skringilega erfitt að komast niður stiga án þess að þurfa til þess nokkrar tilraunir. Sama hvað ég reyni þá fer Lara alltaf upp í stað þess að fara niður, en það skiptir svo sem ekki máli. Þar að auki ber lara litla sem enga virðingu fyrir þyngdarlögmálinu. Hún virðist svífa um á köflum. Eitt það besta sem hefur bæst við leikinn er að Lara getur þakið sig í leðju, eins og Arnold í Predator, og falið sig í gróðri og öðru með góðum árangri og stokkið fram og drepið menn, eins og Sly í Rambó 2. Bardagar í SOTTR eru mjög góðir. Hvort sem maður velur að laumast um og drepa málaliða úr skuggunum eða hlaupa um allt skjótandi eins og brjálæðingur. Það finnst mér virka vel en það er ekkert svo mikið um bardaga, enda er Lara fornleifafræðingur, ekki hermaður. Svo er reyndar miklu skemmtilegra að laumast um í skuggunum, hengja menn upp í trjám og hrista upp í málaliðunum. Það sem SOTTR gerir hins vegar ekki vel er gervigreind málaliðana sem Lara er að slátra. Þeir eru arfavitlaustir og virðast sömuleiðis heyrnarlausir og það kemur stundum niður á bardögunum. Það allra besta við leikinn er hins vegar hofin, þrautirnar og gáturnar. Sem er gert ansi vel. Nema auðvitað akkúrat maður er að reyna að leysa gáturnar. Þá eru þær óþolandi. það er eftir á sem þær verða góðar.Samantekt-ish Shadow of the Tomb Raider fylgir að mestu fyrri leikjum seríunnar þó smá kryddi hafi verið bætt við uppskriftina. það er margt sem er gert mjög vel og bætir við leikinn en það eru líka margir smærri tæknilegir gallar sem eru pirrandi. Bardagakerfi leiksins hefur þó þó verið betrumbætt og er hreinlega gott. Sérstaklega ef spilarar ákveða að laumupúkast útataðir í leðju. Leikurinn er vel hannaður og lítur mjög vel út. Það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum ef maður kann vel við fyrr tvo leikina en ég hefði þó viljað sjá fleiri breytingar á milli leikja.Shadow of the Tomb Raider lítur mjög vel út.Eidos Montreal Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Fornleifafræðingurinn og drápsvélin Lara Croft er snúin aftur. Shadow of the Tomb Raider er þriðji leikurinn síðan Lara endurfæddist í leiknum Tomb Raider árið 2013. Svo fengum við Rise of the Tomb Raider árið 2015 og nú SOTTR. Lara berst við ævaforn samtök, Trinity, sem vinna hörðum höndum að því að finna og öðlast kraftmiklar fornminjar og nota þær í ódæða. Sömuleiðis berst hún við skepnur sem virðast kyngimagnaðar. Meðlimir Trinity beita öllum leiðum til að öðlast þessar fornminjar og skilja iðulega eftir sig sviðna jörð. Það gera Lara hins vegar líka. Að þessu sinni er Lara í frumskóginum að reyna að koma í veg fyrir heimsendi.Það er nánast ómögulegt að tala um Tomb Raider leikina án þess að bera þá saman við Uncharted seríuna, enda eiga leikirnir fjölmargt sameiginlegt og þá sérstaklega þegar kemur að spilun. Það eiga þau Lara Croft og Nathan Drake einnig. Bæði leita þau að fjársjóðum í kappi við tímann og yfirleitt einhverja generíska málaliða sem þau myrða í tonnatali. Þau þurfa bæði reglulega að klifra upp kletta, tré, hús og allt mögulegt og þau lenda bæði einstaklega oft í því að allt umhverfi þeirra, rústir og annað, hrynur eins og spilaborg. Það er margt líkt meðal leikjanna og það er nú erfitt að kvarta yfir því. Sagan hennar Löru er þó ekki jafn áhugaverð og saga Nathan. Það sem framleiðendur leiksins gera þó vel þegar kemur að sögunni er að gera spilurum ljóst að Lara er ekki endilega saklaus af því sem hún sakar andstæðinga sína um. Sjálf fer hún um heiminn og rænir fornminjum og oft með hræðilegum afleiðingum fyrir heimamenn. Þar að auki murkar hún lífið úr fjölda manna. Það hefur gerst í gegnum leikina þrjá að Lara hefur orðið öruggari og harðar, ef svo má að orði komast. Hún er eiginlega orðin dick.Eins og þruma úr heiðskýru lofti.Eidos MontrealUmhverfi SOTTR er mjög flott en leikurinn gerist að mestu í frumskógum Perú, eins og áður hefur komið fram. Þar beitir Lara öllum sínum hæfileikum til að leysa fornar þrautir og myrða málaliða. Svæði leiksins, frumskógarnir og rústirnar, sem Lara þarf að fara yfir eru vel hönnuð og stútfull af leyndarmálum og gátum. Lara þarf að finna styttur til að læra forn tungumál sem opnar á nýjar leiðir og nýjar þrautir þannig að það borgar sig að kíkja reglulega á svæði sem búið er að fara yfir. Þá eru einnig hof falin víða sem gera Löru kleift að öðlast nýja hæfileika. Það borgar sig að klára þau, bæði vegna hæfileikanna og vegna þess að þau eru skemmtileg. Sömuleiðis þarf Lara að drepa dýr og týna plöntur og ýmislegt fleira til að byggja fleiri örvar, gera betri brynju og ýmislegt fleira. Leikurinn býður upp á fullt af fötum fyrir Löru en mér þótti mjög skemmtilegt að sjá að það er hægt að spila leikinn sem gamla Lara Croft, með líkamann sem stenst ekki náttúrulögmálin.Öskrað aðeins Gáturnar í SOTTR eru í senn eitt það skemmtilegasta við leikinn og það mest pirrandi. Þær eru oftar en ekki krefjandi og á sama tíma er Lara sjálf óþolandi. Þegar maður er ekki búinn að komast neitt áfram í gátunni í einhvern tíma gefur Lara vísbendingu, sem er yfirleitt gagnslaus, en hún hættir ekki að segja hana. Aftur og aftur: „Ég þarf að koma vatninu á hreyfingu“ eða eitthvað á þá leið. Það gerir hún ítrekað þar til maður kemst á næsta stig gátunnar. Ég hef orðið mjög reiður yfir nokkrum gátum og jafnvel gargað aðeins á tölvuna. Þar til ég fæ: „Ahhh, auðtvitað-móment“ og gátan er leyst. Á einungis nokkrum sekúndum hætta gátur að vera óþolandi og verða frábærar.Það er margt sem Shadow of the Tomb Raider gerir vel og ýmislegt sem er ekki gert vel. Ég spilaði leikinn í PC og myndavélin var oft að þvælast fyrir mér. Það er mjög pirrandi að falla ofan í gryfju og drepast á göddum á botni gryfjunnar vegna þess að þú gast ekki séð hvert þú varst að hoppa. Svo hefur mér reynst skringilega erfitt að komast niður stiga án þess að þurfa til þess nokkrar tilraunir. Sama hvað ég reyni þá fer Lara alltaf upp í stað þess að fara niður, en það skiptir svo sem ekki máli. Þar að auki ber lara litla sem enga virðingu fyrir þyngdarlögmálinu. Hún virðist svífa um á köflum. Eitt það besta sem hefur bæst við leikinn er að Lara getur þakið sig í leðju, eins og Arnold í Predator, og falið sig í gróðri og öðru með góðum árangri og stokkið fram og drepið menn, eins og Sly í Rambó 2. Bardagar í SOTTR eru mjög góðir. Hvort sem maður velur að laumast um og drepa málaliða úr skuggunum eða hlaupa um allt skjótandi eins og brjálæðingur. Það finnst mér virka vel en það er ekkert svo mikið um bardaga, enda er Lara fornleifafræðingur, ekki hermaður. Svo er reyndar miklu skemmtilegra að laumast um í skuggunum, hengja menn upp í trjám og hrista upp í málaliðunum. Það sem SOTTR gerir hins vegar ekki vel er gervigreind málaliðana sem Lara er að slátra. Þeir eru arfavitlaustir og virðast sömuleiðis heyrnarlausir og það kemur stundum niður á bardögunum. Það allra besta við leikinn er hins vegar hofin, þrautirnar og gáturnar. Sem er gert ansi vel. Nema auðvitað akkúrat maður er að reyna að leysa gáturnar. Þá eru þær óþolandi. það er eftir á sem þær verða góðar.Samantekt-ish Shadow of the Tomb Raider fylgir að mestu fyrri leikjum seríunnar þó smá kryddi hafi verið bætt við uppskriftina. það er margt sem er gert mjög vel og bætir við leikinn en það eru líka margir smærri tæknilegir gallar sem eru pirrandi. Bardagakerfi leiksins hefur þó þó verið betrumbætt og er hreinlega gott. Sérstaklega ef spilarar ákveða að laumupúkast útataðir í leðju. Leikurinn er vel hannaður og lítur mjög vel út. Það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum ef maður kann vel við fyrr tvo leikina en ég hefði þó viljað sjá fleiri breytingar á milli leikja.Shadow of the Tomb Raider lítur mjög vel út.Eidos Montreal
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira