Tiger stoltur af sjálfum sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 08:30 Brosunum hefur fjölgað hjá Tiger á þessu ári. vísir/getty Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“ Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira