Tiger stoltur af sjálfum sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 08:30 Brosunum hefur fjölgað hjá Tiger á þessu ári. vísir/getty Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“ Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods vissi ekki hverju hann átti von á er hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í upphafi ársins. Eftir mikla fjarveru áttu ekki margir von á því að hann gæti spilað lengi og hvað þá að hann færi að blanda sér í toppbaráttuna á golfmótum. Það er aftur á móti það sem hefur gerst síðustu mánuði. Tiger hefur verið á stöðugri uppleið, barist um sigurinn og ekki verið langt frá því að vinna mót. Þetta þykir vera ein ótrúlegasta endurkoma íþróttanna eftir það sem á undan er gengið hjá kylfingnum. Tiger hefur sex sinnum verið á topp tíu og tvisvar lent í öðru sæti. Hann vann síðast mót fyrir fimm árum síðan en færist nær því að vinna á ný með hverju mótinu. „Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt. Að geta spilað svona vel eftir allt sem ég hef gengið í gegnum er magnað. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég gæti tekið þátt í mörgum mótum,“ sagði Tiger en það er ekki langt síðan hann þakkaði fyrir að geta labbað án þess að vera að drepast úr verkjum. „Ég hef náð miklu meiri árangri en ég gerði ráð fyrir. Það var algjör óvissa hjá mér í upphafi ársins. Ég ákvað bara að byrja aftur og sjá til hvað gerðist. Ég hef náð öllum mínum markmiðum eftir að hafa verið í mikilli óvissu með standið á mér. Ég er kominn á Tour Championship af því ég hef spilað vel og af því er ég stoltur.“
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira