Ungt fólk reykir kókaín í auknum mæli Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2018 11:27 Sjúkrahúsið Vogur, VÍSIR/VILHELM Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Síðastliðið ár hefur starfsfólk Vogs orðið þess áskynja að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Greint var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins um liðna helgi að neysla krakks hefði aukist mikið hér á landi, sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir í samtali við Vísi að neysla á kókaíni hafi aukist mikið undanfarið og færst hafi í aukana að ungt fólk, á aldrinum 20 til 40 ára, reyki það.Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að börn allt niður í fimmtán ára aldur séu farin að reykja krakk og að sautján ára drengur hefði verið fluttur á bráðamóttöku vegna neyslu þess.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi.Fréttablaðið/PjeturKrakk er hreint kókaín blandað með natróni eða ammoníaki og vatni. Valgerður segist ekki vita til þess að fólk sé sérstaklega að reykja krakk, en starfsfólk Vogs hafi fengið upplýsingar um að fólk sé farið að reykja kókaín í auknum mæli. Með því að reykja kókaínið hraðar það upptöku efnisins í blóði, því upptakan er hraðari í gegnum lungun heldur en ef efnið er tekið í nefið. „Þetta er sama efnið en svo veit ég ekki hvort þetta uppfylli skilyrðin fyrir því að kalla þetta krakk. Það eru einhver dæmi um að börn hafi verið að þessu, en fyrst og fremst er þetta eldra fólk, það er að segja ungir fullorðnir,“ segir Valgerður og segir kókaínneyslu mesta á meðal ungs fólks á þrítugs og fertugsaldrinum.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira