Íslenski boltinn

Jón Þór og Ásthildur að taka við kvennalandsliðinu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Þór og Ásthildur eru víst efst á blaði hjá Guðna og kollegum í KSÍ.
Jón Þór og Ásthildur eru víst efst á blaði hjá Guðna og kollegum í KSÍ. vísir/ernir/pjetur
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá því í kvöld að Jón Þór Hauksson og Ásthildur Helgadóttir eigi í viðræðum við KSÍ um að taka við kvennalandsliðinu í fótbolta.

Freyr Alexandersson var þjálfari Íslands í síðustu undankeppni og allt frá árinu 2013 en hann tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara hjá karlalandsliðinu á dögunum.

Jón Þór Hauksson er núverandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en sumarið 2017 stýrði hann ÍA í Pepsi-deildinni undir lok leiktíðar er Gunnlaugur Jónsson hætti með liðið. Það er eina aðalstarf Jón Þórs á sínum feril sem þjálfari.

Ásthildur Helgadóttir er goðsögn í íslenskum fótbolta. Hún spilaði 69 landsleiki með Íslandi og skoraði í þeim 23 mörk. Hún er ein ástsælasta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið af sér.

Hún hefur þó ekkert þjálfað frá því að hún hætti í fótbolta 2007 og lítið sem ekkert verið viðloðandi knattspyrnu, svo vitað sé.

Elísabet Gunnarsdóttir hafði áður gefið starfið frá sér eins og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, greindi frá í samtali við KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×