Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 20:30 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins. Mynd/Stöð 2 Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30
Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00