Sýknuð af kröfum sveitarfélags í Airbnb-máli Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2018 14:41 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað par af kröfu sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna álagningar fasteignaskatts á sumarbústað sem var gerður út á leiguvefnum Airbnb. Hreppurinn taldi að leggja ætti 1,32 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn á grundvelli laga tekjustofna sveitarfélaga þar sem sumarbústaðurinn var nýttur fyrir ferðaþjónustu. Þessu hafnaði parið og taldi að leggja ætti 0,5 prósenta fasteignaskatt á sumarbústaðinn, líkt og kveður á í lögunum þegar kemur að sumarbústöðum. Parið hafði kært ákvörðun hreppsins til yfirfasteignamatsnefndar, en nefndin komst að sömu niðurstöðu og þar sem parið hafði tilkynnt til sýslumanns að sumarbústaðurinn yrði nýttur undir heimagistingu. Ein og hálf milljón á hreppinn Héraðsdómur Suðurlands var þessu sammála og sagði að skýrt sé tekið fram í lögum að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði laganna, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga um tekjustofna sveitarfélaga. Tók dómurinn fram að lög um heimagistingu væru yngri en lög um tekjustofna sveitarfélaga og benti á að það væri eindreginn vilji löggjafans að heimagisting teljist ekki nýting húsnæðis í atvinnuskyni. Því lék enginn vafi á því að mati dómsins að skattlagning ætti að heyra undir þá sem kveðið er á um sumarbústaði, en ekki atvinnuhúsnæði. Var parið sýknað af öllum kröfum hreppsins og hreppurinn dæmdur til að greiða þeim málskostnað upp á eina og hálfa milljón króna. Dóminn má lesa hér.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira