Madsen unir lífstíðardómi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2018 11:30 Peter Madsen var í apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall. Vísir/getty Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur ákveðið að áfrýja máli sínu ekki til Hæstaréttar Danmerkur. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. Landsréttur staðfesti dóminn svo í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins og þar er rætt við lögmann Madsen, Betinu Hald Engmark. „Hann hefur ákveðið að áfrýja ekki til Hæstaréttar. Hann vill endanlega niðurstöðu í málið og vonast til að nú geti hann afplánað dóm sinn í friði,“ segir Betina í svari við fyrirspurn DR. Madsen mun nú hefja afplánun á lífstíðardómi sínum. Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt. mynd/Kim Wall Memorial FundKim Wall Memorial Fund Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur ákveðið að áfrýja máli sínu ekki til Hæstaréttar Danmerkur. Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. Landsréttur staðfesti dóminn svo í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins og þar er rætt við lögmann Madsen, Betinu Hald Engmark. „Hann hefur ákveðið að áfrýja ekki til Hæstaréttar. Hann vill endanlega niðurstöðu í málið og vonast til að nú geti hann afplánað dóm sinn í friði,“ segir Betina í svari við fyrirspurn DR. Madsen mun nú hefja afplánun á lífstíðardómi sínum. Lífstíðardómur í Danmörku jafngildir alla jafna um 16 ára fangelsi en hægt er að framlengja hann ef þörf er talin á. Kim Wall var þrítug þegar hún var myrt. mynd/Kim Wall Memorial FundKim Wall Memorial Fund Madsen játaði við aðalmeðferð málsins að hafa losað sig við líkamsleifar Wall út í Eystrasaltið og eftir að hann var einnig fundinn sekur um að hafa myrt blaðakonuna sagðist hann una dómnum - að frátaldri lengd hans. Wall fór með Madsen um borð í kafbát hans þann 10. ágúst 2017. Var hún að vinna að blaðagrein um Madsen og var ferðin í kafbátinn hluti af því verkefni. Madsen var handtekinn daginn eftir en kafbáturinn hafði þá sokkið og Wall var horfin. Í janúar síðastliðnum var Madsen síðan ákærður fyrir að hafa orðið Wall að bana. Hann neitaði sök í málinu og sagði Wall hafa látist um borð í kafbát hans vegna koltvísýringseitrunar. Hann var einnig ákærður fyrir illa meðferð á líki en Madsen játaði að hafa bútað lík Wall niður. Hann neitaði hins vegar fyrir dómi að lýsa því hvernig hann hefði gert það. Þá var hann einnig ákærður fyrir kynferðisbrot. Var Madsen einnig dæmdur fyrir bæði þessi brot.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00 „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45 Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21 Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Peter Madsen dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Kim Wall Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen var í dag dæmdur í fangelsi fyrir lífstíð fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. 25. apríl 2018 11:00
„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall á hryllilegan hátt. 23. apríl 2018 11:45
Lífstíðardómur Madsen stendur Danski kafbátasmiðurinn Peter Madsen hlýtur lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári. 26. september 2018 13:21
Ár liðið frá dauða Kim Wall: Samfangi réðst á Peter Madsen Kim Wall verður minnst víða um heim í dag þar sem búið er að skipuleggja hlaup og mun allur hagnaður renna í minningarsjóð um blaðakonuna. 10. ágúst 2018 11:40