Lögmaður Brimborgar kannar möguleg lögbrot af hálfu Kveiks Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 10:31 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Vísir Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans. Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Forstjóri bílaumboðsins Brimborgar krefur fréttamenn Kveiks og Ríkisútvarpið um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um fyrirtækið í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Hann segir að lögmaður umboðsins sé jafnframt að kanna hvort að Kveiksliðar hafi brotið lög. Rætt var við pólskan mann sem starfaði fyrir Brimborg á vegum starfsmannaleigu árið 2016. Hann taldi sig hafa verið hlunnfarinn þar og fengið minna greitt en samstarfsmenn fyrir sömu störf. Í yfirlýsingu á föstudag hafnaði Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, því. Menntun og reynsla starfsmannsins hafi ekki verið sannreynd. Fordæmdi hann vinnubrögð Kveiksliða og sakaði um brot á siðareglum fréttamanna. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan, fréttamaður þáttarins sem nú er kominn í leyfi, svöruðu yfirlýsingu Egils á föstudag. Bentu þau á að sjónarmið fyrirtækisins hefðu komið fram í þættinum. Það hafi ekki verið sakað um lögbrot enda hafi lög sem hefðu gert það ábyrgt fyrir kjörum starfsmannsins ekki verið í gildi á þeim tíma sem hann starfaði þar.Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.Vísir/GVATelur fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni Í nýrri yfirlýsingu sem forstjóri Brimborgar sendi frá sér í dag sakar hann Kveiksliða enn um að hafa brotið siðareglur, bæði með umfjölluninni og með því sem Egill kallar „einhliða yfirlýsingu“ sinni á föstudag. Er hann afar ósáttur við að fyrirtækið hafi verið sett í samhengi við misnotkun og brot á réttindum erlendra starfsmanna, hælisleitenda og mansalsfórnarlamba sem einnig var fjallað um í þættinum í síðustu viku. Egill segist hafa sent ritstjóra Kveiks og útvarpsstjóra athugasemdir vegna yfirlýsingar þáttarins. Þá fullyrðir hann að lögmaður Brimborgar kanni nú hvort að fréttamenn þáttarins hafi brotið fjölmiðlalög eða mögulega ærumeiðingarákvæði hengingarlaga. Telur forstjórinn að allar líkur séu á því að umfjöllun Kveiks leiði til tjóns fyrir Brimborg þar sem orðspor og viðskiptavild sé ein helsta eign þess. Kveikur hafi fengið gögn sem staðfesti að umboðið hafi orðið fyrir álitshnekki vegna „óvandaðrar og ranglátrar“ umfjöllunar. „Brimborg hefur reynt og mun reyna áfram að takmarka tjón sitt vegna þess en nú er spurning hvað RÚV og Kveikur ætla að gera til þess að takmarka tjónið og þar með ábyrgð sína. Best er að það verði gert með opinberri afsökunarbeiðni, sem verður að vera gerð með viðeigandi og áberandi hætti,“ segir í yfirlýsingu forstjórans.
Kjaramál Tengdar fréttir Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35 Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kveiksliðar hafna gagnrýni forstjóra Brimborgar Þeir segja að sjónarmið bílaumboðsins um mál pólsks manns sem starfaði fyrir það á vegum starfsmannaþjónustu hafi komið fram í þætti um stöðu erlends verkafólks á Íslandi í vikunni. 5. október 2018 18:35
Brimborg segir Kveik hafa vísvitandi sagt fréttir gegn betri vitund Bílaumboðið Brimborg hafnar alfarið þeirri mynd sem dregin var upp af fyrirtækinu í fréttaskýringaþættinum Kveik. 5. október 2018 13:26