Formúla 1

Lewis Hamilton kominn með aðra höndina á titilinn

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hamilton er nálægt því að verða heimsmeistari í fimmta sinn
Hamilton er nálægt því að verða heimsmeistari í fimmta sinn Vísir/Getty
Lewis Hamilton er kominn með aðra höndina á heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 kappakstrinum eftir sigur í Japan.



Sigur Hamilton var nokkuð öruggur en liðsfélagi hans hjá Mercedes, Valtteri Bottas endaði í öðru sæti. Red Bull mennirnir, Max Verstappen og Daniel Ricciardo enduðu í 3. og 4. sæti.



Ferrari endaði í 5. og 6. sæti. Kimi Raikkonen endaði í því fimmta á meðan helsti keppinautur Hamilton um heimsmeistaratitilinn, Sebastian Vettel endaði í því sjötta.



Hamilton getur orðið heimsmeistari í næsta kappakstri, sem haldinn verður í Bandaríkjunum. Til þess að verða meistari verður hann að vinna Vettel með átta stigum.



Nái Hamilton að verða heimsmeistari verður það í fimmta sinn á ferlinum sem hann vinnur þann stóra. Aðeins tveir menn hafa gert það áður, goðsagnirnar Michael Schumacher og Juan Manuel Fangio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×