Ellefu manns hið minnsta eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftir skjálfta á Haítí í Karíbahafi. Frá þessu greinir talsmaður stjórnar landsins.
Upptök skjálftans voru í nágrenni borgarinnar Port-de-Paix og mældist styrkur hans 5,9. Ljóst er að þetta er öflugasti skjálftinn í landinu frá árinu 2010 þegar um 300 þúsund manns fórust í hamförum.
Íbúar í bænunum Gros-Morne og Chansolme urðu sömuleiðis fyrir miklum áhrifum af skjálftanum í gær þar sem fjöldi bygginga eyðilagðist.
Íbúar í höfuðborginni Port-de-Prince urðu einnig varir við skjálftann og hefur forsetinn Jovenel Moise brýnt fyrir íbúum að halda ró sinni.
Ellefu fórust í skjálfta á Haítí
Atli Ísleifsson skrifar
