Segir réttindi Palestínumanna hafa versnað á undanförnum árum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. október 2018 19:30 Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“ Ísrael Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar, Háskóli Íslands og RIFF standa fyrir málfundi um málefni Palestínu á morgun klukkan 15:15 í Bíó Paradís og sýna heimildarmyndin Naila og uppreisnin, sem fjallar um þátttöku kvenna í fyrstu borgaralegu uppreisn Palestínumanna. Feda Abdelhady-Nasser, Sendiherra og varafastafulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu Þjóðunum, heldur erindi á málfundinum en hún telur að réttindi Palestínumanna hafi farið versnandi frá því að friðarsamkomulag var undirritað. 25 ár eru í ár frá því að leiðtogar Palestínu og Ísraels undirrituðu Oslóarsáttmálann sem hóf formlegt friðarferli á milli ríkjanna tveggja. Feda segir að enn sé troðið á réttindum palestínsku þjóðarinnar og að Ísrael komist enn upp með yfirgang og mannréttindabrot. Sáttmálin hafi til að mynda ekki tekið á landnemabyggðum Ísraela sem halda áfram að teygja úr sér á landi Palestínu. „það mætti segja að staðan á friðarferlinu sé núna alveg stál í stál,“ segir Feda. „En umfram það er staðan töluvert verri og tekið afturförum í palestínu á undanförnum árum. Búið er að herða hersetuna yfir Palestínu í stað þess að unnið hafi verið að því að binda endi á hana.“ Hún segir að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi þá sett friðarferlið í frekara uppnám með því að flytja sendiráð sitt frá Tel-Aviv til Jerúsalem og hætta flóttamannaaðstoð til Palestínumanna. Mikilvægt sé að alþjóðasamfélagið taki höndum saman til að sporna við þessari stefnu Bandaríkjanna og Ísraels en þar hafi Ísland gengið fram með góðu fordæmi að hennar mati. „Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna er að huga að friðarferli sem stenst ekki alþjóðalög, mannréttindarsjónarmið né langvarandi alþjóðlegan skilning á stöðu Jerúsalem, varðandi tveggja ríkja lausnina eða rétt Palestínsku þjóðarinnar til fullveldis og sjálfstæðis,“ segir Feda. „Fjölmörg ríki víða um heim hafa bent á þetta. Ísland er þar á meðal með viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og einnig með staðfastri afstöðu íslenskra stjórnvalda varðandi áðurnefnd málefni.“
Ísrael Palestína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira