Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 20:00 Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Innlent Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. Ný breiðfylking er í mótun innan verkalýðshreyfingarinnar sem gæti leitt komandi kjaraviðræður því í gær og í dag hefur forystufólk nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins fundað á hótel Selfossi til að móta kröfur fyrir komandi kjaraviðræður. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir félögin öll hafa samþykkt að Starfsgreinasambandið fari með samningsumboð þeirra í komandi viðræðum. „Það er í fyrsta skipti í sögunni sem öll félög innan Starfsgreinasambandsins hafa veitt sambandinu umboð,“ segir Björn. En félög sambandsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins undanfarin ár. Formenn félaganna fara nú með drög að kröfugerð til sinna félagsmanna til kynningar og samþykktar og er stefnt að því að kröfugerðin verði formlega lögð fram á miðvikudag í næstu viku. En viðræðuáætlanir vegna komandi samningalotu verða að liggja fyrir samkvæmt lögum fyrir 22. október. Innan úr Starfsgreinasambandinu hafa heyrst kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í allt að 375 þúsund krónur og vinnuvikan stytt. En í nýlegu bréfi Samtaka atvinnulífsins til forystu verkalýðshreyfingarinnar er hins vegar lögð áhersla á hóflegar launahækkanir og að vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu verði aukið. „Hvenær hefur það gerst í upphafi kjarasamninga að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sagt það? Ég man ekki eftir því og er búinn að vera svolítið lengi í þessu,“ segir Björn. Áhersla verði lögð á að bæta lægstu launin verulega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, fjölmennasta félagsins innan Starfsgreinasambandsins, vill stækka samflot verkalýðsfélaganna enn frekar með félögum innan Landssambands verslunarmanna. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur einnig hvatt til þess. „Ég bind mjög miklar vonir við það. Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður en ég er mjög vongóð.”Hversu mikilvægt er að fá VR með?„Gríðarlega mikilvægt, mjög mikilvægt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Innlent Kjaramál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira