Þórdís Edda: Stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira