Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þránur Þórarinsson segir það vera glapræði að ritstýra listamönnum. Mynd/Þrándur Þórarinsson Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar. Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Sjá meira
Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar.
Menning Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Sjá meira