Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þránur Þórarinsson segir það vera glapræði að ritstýra listamönnum. Mynd/Þrándur Þórarinsson Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar. Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar.
Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira