Lífið

Eig­andi lúxushótels selur miðbæjarperlu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Húsið hefur verið nýtt undir starfsemi Eleven Experience.
Húsið hefur verið nýtt undir starfsemi Eleven Experience. Eignamiðlun

Eigandi lúxushótelsins Deplar Farm Chad R. Pike hefur sett einbýlishús sitt að Smiðjustíg í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Húsið hefur verið bækistöð ferðaþjónustufyrirtækis hans Eleven Experience en uppsett verð er 275 milljónir króna.

Á fasteignavef Vísis kemur fram að um sé að ræða einbýlishús á eignarlóð með þremur auka íbúðum. Húsið var byggt árið 1905 og teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni. Sá hafi oft verið titlaður sem fyrsti íslenski arkitektinn. Húsið er steinsnar frá Þjóðleikhúsinu og á besta stað í miðbænum.

Eignin samanstendur af 182,3 fermetra einbýli á þremur hæðum, 82 fermetra íbúðarrými í kjallara og 26,0 fermetra útihúsi. Samtals 290,3 fermetrar Lóðin er 413,0 fermetra eignarlóð.

Hinn bandaríski Pike hefur undanfarin ár verið einn öflugasti ferðafrömuður á Íslandi, stofnaði Eleven Experience ferðaþjónustufyrirtækið árið 2011. Fyrirtækið sinnir lúxusferðamennsku og starfrækir Deplar Farm lúxushótelið í Fljótunum á Tröllaskaga.

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Eignamiðlun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.