Heimildarmyndirnar góður grunnur fyrir hryllinginn Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. október 2018 08:00 Ólafur de Fleur með leikurum úr Malevolent, Ben Lloyd-Hughes, Florence Pugh, Georginu Bevan og Scott Chambers. Frumraun Ólafs de Fleur Jóhannessonar var heimildarmyndin Blindsker: Saga Bubba Morthens. Hann hélt sig framan af við þá kvikmyndagrein og sendi frá sér Africa United, Act Normal og The Amazing Truth About Queen Raquela. Stóra planið, frá 2008, var fyrsta leikna myndin hans í fullri lengd. Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson fóru þar á kostum í sérkennilegri, óvenju mannlegri og harmrænni glæpamynd, sem skartaði ekki ómerkari leikara en Michael Imperioli, úr The Sopranos, í aukahlutverki. Í kjölfarið komu síðan Kurteist fólk, Borgríki og Borgríki 2 sem var frumsýnd 2014. Þótt lítið hafi farið fyrir Ólafi á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur hann síður en svo setið auðum höndum. Hann er með mörg járn í eldinum og fyrsta hryllingsmyndin hans, Malevolent, verður gerð heimsbyggðinni aðgengileg á Netflix á morgun, föstudag. Ólafur tók Malevolent upp í Skotlandi fyrir tveimur árum og það var ekki fyrr en á síðari stigum sem Netflix tryggði sér sýningarréttinn. „Hún er búin að vera í borðtennisklippi, eins og gengur, frá því að tökum lauk,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.Ólafur íbygginn á tökustað í Skotlandi þar sem hann áttaði sig á því að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta hryllingnum á annað plan.Netflix sló til „Í raun og veru kom Netflix ekki að þessu fyrr en á síðari stigum. Skoska fyrirtækið Sigma Films, sem framleiddi meðal annars Hell or High Water, gerir myndina í samstarfi við fyrirtæki í Los Angeles. Þeir voru búnir að vera að þróa þetta lengi áður en ég kom um borð. Síðan skjótum við þetta og þegar fyrsta klipp kemur þá sjá allir að þetta er bara til sóma,“ segir Ólafur. Þá fór leitin að dreifingarfarvegi fyrir myndina af stað og Ólafur segir mörg fyrirtæki hafa skoðað myndina. „Netflix var þar á meðal og ákvað að taka hana og þar með er hún orðin svokölluð Netflix-mynd.“ Ólafur er vanur því að sýna verk sín í kvikmyndahúsum en Netflix-frumsýning er vitaskuld ávísun á mun meiri áhorf. „Þetta er bara nýi völlurinn og það er oftast ákveðin rúlletta, óháð því hversu dýr eða góð myndin er, hvort hún komist í gott og þá um leið rétt dreifingarferli og Netflix er fullkominn vettvangur fyrir svona mynd,“ segir Ólafur. Á Netflix verður myndin aðgengileg áhorfendum út um allan heim samtímis og „þetta er líka vitnisburður um að myndin stenst ákveðnar kröfur þannig að þarna er vissum áfanga náð“.Enginn sérstakur hryllingsmaður Ólafur er vanur að kvikmynda sitt eigið efni en í þessu tilfelli er hann einfaldlega ráðinn til verksins og kom hvergi nærri handritinu. Þetta er sem fyrr segir einnig fyrsta hryllingsmyndin hans og hann segist aðspurður ekki vera mikið fyrir slíkar myndir. „Enda hættir þetta að vera hryllilegt ef þú ert á kafi í þessari grein,“ segir hann og bætir við að reynsla hans af heimildarmyndunum hafi gagnast honum ákaflega vel við gerð Malevolent. „Þegar ég byrjaði í tökum varð ég strax mjög þakklátur fyrir að hafa gert mikið af heimildarmyndum og ég áttaði mig á að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta þessari kvikmyndagrein. Ég nálgaðist þetta því með því að tala mikið við leikarana og reyna þannig að búa til manneskjur í þessu. Það var mjög skemmtilegt.“Sök bítur svindlara Í Malevolent leika Florence Pugh (Lady Macbeth, The Falling, Outlaw King) og Ben Lloyd-Hughes (Divergent, War&Peace, Breathe) systkinin Angelu og Jackson sem gera út á einfaldar sálir sem trúa að þau hafi samband við handanheima og geti komið viðkomandi í samband við látið fólk. Þegar þau reyna að flækja gamla konu, sem býr ein í yfirgefnu munaðarleysingjahæli, í svikavef sínum komast þau heldur betur í hann krappan. Konan vill að þau þaggi niður í ljótum röddum sem ásækja hana og svikahrapparnir telja ekkert því til fyrirstöðu að hafa ruglaða, gamla konu að leiksoppi. Á þau renna hins vegar nokkrar grímur þegar óhugnanleg saga hússins og óhreinir andar sem þar eru á kreiki fara að láta hressilega að sér kveða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix frumsýnir fyrstu Hollywood-mynd Ólafs de Fleur Hrollvekja sem heitir Malevolent. 2. október 2018 08:02 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Frumraun Ólafs de Fleur Jóhannessonar var heimildarmyndin Blindsker: Saga Bubba Morthens. Hann hélt sig framan af við þá kvikmyndagrein og sendi frá sér Africa United, Act Normal og The Amazing Truth About Queen Raquela. Stóra planið, frá 2008, var fyrsta leikna myndin hans í fullri lengd. Pétur Jóhann Sigfússon og Eggert Þorleifsson fóru þar á kostum í sérkennilegri, óvenju mannlegri og harmrænni glæpamynd, sem skartaði ekki ómerkari leikara en Michael Imperioli, úr The Sopranos, í aukahlutverki. Í kjölfarið komu síðan Kurteist fólk, Borgríki og Borgríki 2 sem var frumsýnd 2014. Þótt lítið hafi farið fyrir Ólafi á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur hann síður en svo setið auðum höndum. Hann er með mörg járn í eldinum og fyrsta hryllingsmyndin hans, Malevolent, verður gerð heimsbyggðinni aðgengileg á Netflix á morgun, föstudag. Ólafur tók Malevolent upp í Skotlandi fyrir tveimur árum og það var ekki fyrr en á síðari stigum sem Netflix tryggði sér sýningarréttinn. „Hún er búin að vera í borðtennisklippi, eins og gengur, frá því að tökum lauk,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.Ólafur íbygginn á tökustað í Skotlandi þar sem hann áttaði sig á því að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta hryllingnum á annað plan.Netflix sló til „Í raun og veru kom Netflix ekki að þessu fyrr en á síðari stigum. Skoska fyrirtækið Sigma Films, sem framleiddi meðal annars Hell or High Water, gerir myndina í samstarfi við fyrirtæki í Los Angeles. Þeir voru búnir að vera að þróa þetta lengi áður en ég kom um borð. Síðan skjótum við þetta og þegar fyrsta klipp kemur þá sjá allir að þetta er bara til sóma,“ segir Ólafur. Þá fór leitin að dreifingarfarvegi fyrir myndina af stað og Ólafur segir mörg fyrirtæki hafa skoðað myndina. „Netflix var þar á meðal og ákvað að taka hana og þar með er hún orðin svokölluð Netflix-mynd.“ Ólafur er vanur því að sýna verk sín í kvikmyndahúsum en Netflix-frumsýning er vitaskuld ávísun á mun meiri áhorf. „Þetta er bara nýi völlurinn og það er oftast ákveðin rúlletta, óháð því hversu dýr eða góð myndin er, hvort hún komist í gott og þá um leið rétt dreifingarferli og Netflix er fullkominn vettvangur fyrir svona mynd,“ segir Ólafur. Á Netflix verður myndin aðgengileg áhorfendum út um allan heim samtímis og „þetta er líka vitnisburður um að myndin stenst ákveðnar kröfur þannig að þarna er vissum áfanga náð“.Enginn sérstakur hryllingsmaður Ólafur er vanur að kvikmynda sitt eigið efni en í þessu tilfelli er hann einfaldlega ráðinn til verksins og kom hvergi nærri handritinu. Þetta er sem fyrr segir einnig fyrsta hryllingsmyndin hans og hann segist aðspurður ekki vera mikið fyrir slíkar myndir. „Enda hættir þetta að vera hryllilegt ef þú ert á kafi í þessari grein,“ segir hann og bætir við að reynsla hans af heimildarmyndunum hafi gagnast honum ákaflega vel við gerð Malevolent. „Þegar ég byrjaði í tökum varð ég strax mjög þakklátur fyrir að hafa gert mikið af heimildarmyndum og ég áttaði mig á að með áherslu á mannlega þáttinn mætti lyfta þessari kvikmyndagrein. Ég nálgaðist þetta því með því að tala mikið við leikarana og reyna þannig að búa til manneskjur í þessu. Það var mjög skemmtilegt.“Sök bítur svindlara Í Malevolent leika Florence Pugh (Lady Macbeth, The Falling, Outlaw King) og Ben Lloyd-Hughes (Divergent, War&Peace, Breathe) systkinin Angelu og Jackson sem gera út á einfaldar sálir sem trúa að þau hafi samband við handanheima og geti komið viðkomandi í samband við látið fólk. Þegar þau reyna að flækja gamla konu, sem býr ein í yfirgefnu munaðarleysingjahæli, í svikavef sínum komast þau heldur betur í hann krappan. Konan vill að þau þaggi niður í ljótum röddum sem ásækja hana og svikahrapparnir telja ekkert því til fyrirstöðu að hafa ruglaða, gamla konu að leiksoppi. Á þau renna hins vegar nokkrar grímur þegar óhugnanleg saga hússins og óhreinir andar sem þar eru á kreiki fara að láta hressilega að sér kveða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Netflix frumsýnir fyrstu Hollywood-mynd Ólafs de Fleur Hrollvekja sem heitir Malevolent. 2. október 2018 08:02 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Netflix frumsýnir fyrstu Hollywood-mynd Ólafs de Fleur Hrollvekja sem heitir Malevolent. 2. október 2018 08:02