Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2018 17:19 Vinnumálastofnun segir ASÍ fullkunnugt um að stofnunin hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Vísir/Vilhelm Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva „ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. Þar er lýst yfir undrun á þeim „aðdróttunum og innihaldslausu ásökunum sem þar eru settar fram í garð stofnunarinnar“. Miðstjórn ASÍ tekur fram að Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafi undanfarin ár „leitast við að stöðva ólöglega starfsemi Primera Air Nordic og félagsleg undirboð þess á íslenskum vinnumarkaði“. Starfsemin hefur nú stöðvast vegna greiðsluþrots.Með ólíkindumÍ yfirlýsingu Vinnumálastofnunar kemur fram að ASÍ ýji að því að stofnunin beri ábyrgð á þeim aðstæðum sem áhafnarmeðlimir hjá Primera Air Nordic og flugfarþegar eru nú í um allan heim. Fullyrðingarnar séu með ólíkindum. „ASÍ var fullkunnugt um að Vinnumálastofnun hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Stofnunin hefur tekið þátt í samstarfi m.a. með aðilum vinnumarkaðarins um nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að sporna gegn félagslegum undirboðum. Hafa þær breytingar meðal annars snúið að því að auka eftirlitsheimildir Vinnumálastofnunar, t.d. með heimild til að leggja á sektir á fyrirtæki sem veita ekki umbeðnar upplýsingar og/eða verða við öðrum kröfum stofnunarinnar. Vinnumálastofnun hafnar þeim ásökunum sem fram koma í nefndri ályktun um að hún sinni ekki lögboðnu eftirliti sínu á vinnumarkaði. Þvert á móti sinnir hún eftirlitsstarfi sínu ein sem og í samstarfi við aðra opinbera aðila auk aðila vinnumarkaðarins. Orðræða af þessu tagi er því miður ekki til þess fallin að styrkja baráttuna gegn ólíðandi framgöngu á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar. Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva „ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem send var á fjölmiðla nú síðdegis. Þar er lýst yfir undrun á þeim „aðdróttunum og innihaldslausu ásökunum sem þar eru settar fram í garð stofnunarinnar“. Miðstjórn ASÍ tekur fram að Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ hafi undanfarin ár „leitast við að stöðva ólöglega starfsemi Primera Air Nordic og félagsleg undirboð þess á íslenskum vinnumarkaði“. Starfsemin hefur nú stöðvast vegna greiðsluþrots.Með ólíkindumÍ yfirlýsingu Vinnumálastofnunar kemur fram að ASÍ ýji að því að stofnunin beri ábyrgð á þeim aðstæðum sem áhafnarmeðlimir hjá Primera Air Nordic og flugfarþegar eru nú í um allan heim. Fullyrðingarnar séu með ólíkindum. „ASÍ var fullkunnugt um að Vinnumálastofnun hafði hvorki lagaheimildir né lagaleg úrræði til að hafa afskipti af starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Stofnunin hefur tekið þátt í samstarfi m.a. með aðilum vinnumarkaðarins um nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að sporna gegn félagslegum undirboðum. Hafa þær breytingar meðal annars snúið að því að auka eftirlitsheimildir Vinnumálastofnunar, t.d. með heimild til að leggja á sektir á fyrirtæki sem veita ekki umbeðnar upplýsingar og/eða verða við öðrum kröfum stofnunarinnar. Vinnumálastofnun hafnar þeim ásökunum sem fram koma í nefndri ályktun um að hún sinni ekki lögboðnu eftirliti sínu á vinnumarkaði. Þvert á móti sinnir hún eftirlitsstarfi sínu ein sem og í samstarfi við aðra opinbera aðila auk aðila vinnumarkaðarins. Orðræða af þessu tagi er því miður ekki til þess fallin að styrkja baráttuna gegn ólíðandi framgöngu á íslenskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Vinnumálastofnunar.
Kjaramál Tengdar fréttir Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02 Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Farþegar í London eru sagðir hafa fengið fréttir af gjaldþrotinu á flugvellinum þar sem þeir biðu eftir að komast um borð í vélar til New York og Washington-borgar. 1. október 2018 21:02
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06