Ótrúleg endurkoma Daniil Kvyat Bragi Þórðarson skrifar 3. október 2018 06:00 Daniil Kvyat er að fá tækifæri í þriðja skiptið. vísir/getty 24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019. Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019.
Formúla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti