Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 08:00 Jair Bolsonaro á fjölda stuðningsmanna í Brasilíu. vísir/epa Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira