Guðni segir sjálfsagt að biðjast afsökunar en ætlar ekki að reka mótastjórann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2018 11:00 Guðni á Laugardalsvelli. fréttablaðið/anton Það féllu stór orð í máli Völsungs og Hugins. Meðal annars vildu forráðamenn Hugins láta reka starfsmann KSÍ er málið stóð hvað hæst. Þeir ákváðu að lokum að áfrýja ekki niðurstöðu leiksins en fóru fram á afsökunarbeiðni frá KSÍ til þess að loka málinu. „Við höfum verið að fara yfir þetta mál á undanförum dögum. Vorum í sambandi við bæði félög. Það eru allir sammála um að þetta mál hefur verið erfitt og þungt í vöfum. Við lærum af þessari reynslu og reynum að ljúka þessu með sátt. Við þurfum að taka til okkar það sem að okkur snýr í þessu máli,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, en það voru spilaðar fimm umferðir í 2. deildinni frá því málið kom upp og þar til úrskurður Áfrýjunarnefndar KSÍ lá fyrir.Ekkert mál að biðjast afsökunar Eins og áður segir vildi Huginn ekki draga málið langt fram á vetur með frekari áfrýjunum en sagði í lokayfirlýsingu sinni að það vildi fá afsökunarbeiðni frá KSÍ. „Það er ekkert mál af okkar hálfu að biðjast afsökunar á því sem að okkur snýr og læra af mistökum. Við erum búin að biðjast afsökunar munnlega oftar en einu sinni. Það er sjálfsagt. Ég mun svo örugglega fara í heimsókn og ræða betur við menn,“ segir Guðni en forráðamenn Hugins báru Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, þungum sökum og vildu að hann yrði látinn fara. „Það hafa þung orð fallið í þessu máli og meðal annars í garð okkar starfsfólks. Það gerðust mistök eins og gerast hjá öllum. Við reynum að læra af því og kíkja á málsmeðferðarreglur okkar dómstóla. Við teljum málið samt ekki vera þess eðlis að það sé einhver þörf sé á því að víkja manni úr starfi.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37 Huginn ætlar ekki að áfrýja en vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði KSÍ um að úrslit í leik liðsins gegn Völsungi skuli vera 3-0 Völsungi í hag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn er þau áttu að endurspila leik liðanna á dögunum. 25. september 2018 11:30 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Það féllu stór orð í máli Völsungs og Hugins. Meðal annars vildu forráðamenn Hugins láta reka starfsmann KSÍ er málið stóð hvað hæst. Þeir ákváðu að lokum að áfrýja ekki niðurstöðu leiksins en fóru fram á afsökunarbeiðni frá KSÍ til þess að loka málinu. „Við höfum verið að fara yfir þetta mál á undanförum dögum. Vorum í sambandi við bæði félög. Það eru allir sammála um að þetta mál hefur verið erfitt og þungt í vöfum. Við lærum af þessari reynslu og reynum að ljúka þessu með sátt. Við þurfum að taka til okkar það sem að okkur snýr í þessu máli,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, en það voru spilaðar fimm umferðir í 2. deildinni frá því málið kom upp og þar til úrskurður Áfrýjunarnefndar KSÍ lá fyrir.Ekkert mál að biðjast afsökunar Eins og áður segir vildi Huginn ekki draga málið langt fram á vetur með frekari áfrýjunum en sagði í lokayfirlýsingu sinni að það vildi fá afsökunarbeiðni frá KSÍ. „Það er ekkert mál af okkar hálfu að biðjast afsökunar á því sem að okkur snýr og læra af mistökum. Við erum búin að biðjast afsökunar munnlega oftar en einu sinni. Það er sjálfsagt. Ég mun svo örugglega fara í heimsókn og ræða betur við menn,“ segir Guðni en forráðamenn Hugins báru Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, þungum sökum og vildu að hann yrði látinn fara. „Það hafa þung orð fallið í þessu máli og meðal annars í garð okkar starfsfólks. Það gerðust mistök eins og gerast hjá öllum. Við reynum að læra af því og kíkja á málsmeðferðarreglur okkar dómstóla. Við teljum málið samt ekki vera þess eðlis að það sé einhver þörf sé á því að víkja manni úr starfi.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45 Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25 KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37 Huginn ætlar ekki að áfrýja en vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði KSÍ um að úrslit í leik liðsins gegn Völsungi skuli vera 3-0 Völsungi í hag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn er þau áttu að endurspila leik liðanna á dögunum. 25. september 2018 11:30 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
34 dagar liðnir og leikur Hugins og Völsungs er enn í fréttum: Hér er öll tímalínan Vísir fer yfir tímalínuna í hinu ótrúlegu máli sem varð að stórmáli fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir að dómari gerði mistök bæði í og eftir leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla í fótbolta. 20. september 2018 14:45
Völsungi dæmdur 3-0 sigur á móti Hugin Knattspyrnusamband Íslands hefur úrskurðað um leik Hugins og Völsungs í 2. deild karla sem átti að vera endurtekinn í gær en fór aldrei fram. 20. september 2018 14:25
KSÍ treysti Hugin en fékk það í hausinn: „Vonum að þessu máli sé lokið fótboltanum til heilla“ Völsungi var dæmdur 3-0 sigur á móti Huginn í frægasta fótboltaleik sumarsins. 20. september 2018 15:37
Huginn ætlar ekki að áfrýja en vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Stjórn knattspyrnudeildar Hugins hefur ákveðið að áfrýja ekki úrskurði KSÍ um að úrslit í leik liðsins gegn Völsungi skuli vera 3-0 Völsungi í hag. Liðin mættu á sitt hvorn völlinn er þau áttu að endurspila leik liðanna á dögunum. 25. september 2018 11:30