Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 11:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans. vísir/getty Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka. Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka.
Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira