Guðni boðar skipulagsbreytingar hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. október 2018 09:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. ksí Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Í dag eru 596 dagar síðan Guðni Bergsson hóf störf sem formaður KSÍ. Fyrsta daginn sagðist hann vera maður breytinga og boðaði komu yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Það sér nú til lands í því máli tæpum 600 dögum síðar. „Það eru skipulagsbreytingar fram undan hjá okkur. Við höfum farið í stefnumótun og það er von á fréttum að hausti eins og við sögðum áður,“ segir Guðni en ekki virðist liggja fyrir að nýja staðan verði kölluð yfirmaður knattspyrnumála eftir allt saman.Veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu „Við erum að fara í gegnum þessar skipulagsbreytingar og þá sjáum við hvernig ráðningum verður hagað. Ég veit að menn bíða með óþreyju eftir þessu en þetta fer að koma í ljós, sama hvað þessi tiltekna staða mun heita og svo framvegis. Það eru skipulagsbreytingar fram undan og það verður mönnuð staða í þá veru sem hingað til hefur verið kölluð yfirmaður knattspyrnumála.“ Formaðurinn hefur verið margoft spurður út í þetta mál síðan hann tók við starfinu og svörin öll á sama veg. Það sé mikilvægt að vinna málið vel og það sé í vinnslu. Eftir stendur spurningin hvort það sé eðlilegt að það taki yfir 600 daga að ráða í starfið?Vildum vanda til verka „KSÍ hefur verið til í 70 ár án þess að ráða yfirmann knattspyrnumála. Þessi staða var ekki inn á fjárhagsáætlun síðasta árs en er komin inn á fjárhagsáætlun núna. Það hefur verið lögð áhersla á það í hreyfingunni að fjárhagsáætlunum sé fylgt,“ segir Guðni og bætir við að skammt sé í að loksins verði ráðið í stöðuna. „Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir því að eftir sumarið yrði ráðið í þessa stöðu. Við vildum líka vanda vel til verka hvernig við breytum okkar skipulagi til framtíðar. Tímabilinu er nýlokið og það mun væntanlega skýrast í þessum mánuði hvað við ætlum að gera.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51 Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15 Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15 Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45 Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Sjá meira
Guðni: Ég er maður breytinga Guðni Bergsson mætti í fyrsta sinn til vinnu sem formaður KSÍ í dag. 13. febrúar 2017 18:51
Starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ verður auglýst á næsta ári Þótt níu mánuðir séu síðan Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ bólar ekkert á yfirmanni knattspyrnumála. Helsta kosningaloforð Guðna var að koma á slíku embætti hjá KSÍ. 27. nóvember 2017 19:15
Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Pálma Jónssyni, fjármálastjóra KSÍ og starfsmanni á skrifstofu til tuttugu ára, hefur verið sagt upp störfum. 12. maí 2017 16:15
Eiður Smári hefur áhuga á því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur hjá RÚV í gær á landsleik Íslands og Króatíu. Þar var rætt um meira en leikinn. 12. júní 2017 10:45
Guðni Bergs ætlar að tala í 15 mínútur um stöðu yfirmanns knattspyrnumála á formannafundinum Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga Knattspyrnusambands Íslands fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun, laugardaginn 25. nóvember. 24. nóvember 2017 10:00