Innlent

Kosinn nýr formaður VG í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Steinar Harðarson formaður í pontu, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fundarritari, og Ragnar Auðun Árnason, fundarritari og fulltrúa í stjórn VG í Reykjavík.
Steinar Harðarson formaður í pontu, Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og fundarritari, og Ragnar Auðun Árnason, fundarritari og fulltrúa í stjórn VG í Reykjavík. Mynd/VG
Steinar Harðarson var um helgina kosinn nýr formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík til eins árs. Aðalfundur félagsins fór fram í höfuðborginni síðastliðinn laugardag.

Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þau Sigrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson og Ewelina Ośmialowska hafi verið kosin aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Þá hafi þau Þóra Magnea Magnúsdóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson verið kosin varamenn til eins árs.

Fyrir í stjórn voru þau Anna Friðriksdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Ragnar Auðun Árnason.

Steinar HarðarsonMynd/VG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×