Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2018 19:30 Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira