Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2018 19:30 Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira