„Góður glæpamaður er dauður glæpamaður“ Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2018 11:00 Jair Bolsonaro á marga pólitíska andstæðinga en stuðningsmenn hans eru að sama skapi margir enda líta þeir á hann sem bjargvætt landsins. AP/ Silvia Izquierdo Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. Hinn umdeildi Bolsonaro, sem hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“, hefur sagst í embætti ætla að taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Þannig hefur hann látið hafa eftir sér að „góður glæpamaður er dauður glæpamaður“. Bolsonaro á marga pólitíska andstæðinga vegna stefnu sinnar og umdeildra ummæla. Stuðningsmenn hans eru að sama skapi margir enda líta þeir á hann sem bjargvætt landsins. Brasilísk stjórnmál hafa síðustu árin einkennst af hverju spillingarmálinu á fætur öðru. Dilma Rousseff var hrakin úr embætti forseta árið 2016 og forveri hennar Luiz Inácio Lula da Silva afplánar nú dóm vegna spillingarmála. Óánægja almennings með valdastéttina og aukin glæpatíðni hefur skapað frjóan jarðveg fyrir stjórnmálamann eins og Bolsonaro.Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá 1991.AP/Eraldo PeresSakaður um kynþáttahaturTilkynnt var að Bolsonaro yrði forsetaframbjóðandi PSL-flokksins í júlí síðastliðinn. Hann tilkynnti sjálfur um framboð sitt á fundi í Rio de Janeiro fyrir framan þrjú þúsund stuðningsmenn sína. Voru margir þeirra klæddir bolum með myndum af andliti Bolsonaro og veifuðu höndunum líkt og um skammbyssur væri að ræða – handahreyfing sem Bolsonaro hefur ítrekað beitt.Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum og vill taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkalannaflokksins, um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð á sunnudaginn kemur.Vinsældir hans jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Myndband náðist af því þegar Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora.Juiz de Fora, há pouco! pic.twitter.com/Z3M9S1pz6E— Blog do Noblat (@BlogdoNoblat) September 6, 2018 Bolsonaro fæddist í Sao Paulo árið 1955 og er hann af ítölskum og þýskum ættum. Bolsonaro hefur sjálfur látið hafa eftir sér að afi hans hafi verið hermaður nasista í seinna stríði. Eftir að hafa lokið skólagöngu gekk Bolsonaro í brasilíska herinn árið 1977 þar sem hann vann sig upp metorðastigann. Innan hersins lét hann sér kjör og réttindi hermanna varða og naut vinsælda bæði starfsbræðra sinna og eiginkvenna þeirra.Fernando Haddad er andstæðingur Jair Bolsonaro í síðari umferð brasilísku forsetakosninganna.AP/Andre PennerÁrið 1988 sneri hann sér að stjórnmálum og var kjörinn borgarfulltrúi í Rio de Janeiro. Hann var svo kjörinn á brasilíska þingið árið 1991 þar sem hann hefur átt sæti síðan.Hinn 63 ára Bolsonaro hefur heitið miklum breytingum verði hann kjörinn nýr forseti landsins. Eitt af loforðum hans er að stórauka fé til lögreglunnar til að takast á við mikla fjölgun glæpa í landinu. Hann vill fá hermenn til starfa innan stjórnsýslunnar og heimila almenningi beita skotvopnum í sjálfsvörn.Jair Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna.AP/Leo CorreaVill losna undan Parísarsamningnum Líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, vill Bolsonaro draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins. Hann hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Hann hefur margoft lýst yfir aðdáun sinni á herstjórninni sem var við völd í Brasilíu í rúmlega tuttugu ár, þar til lýðræði var komið á á ný um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Forsetaframbjóðandinn hefur sömuleiðis sterkar skoðanir þegar kemur að fóstureyðingum, er þeim andvígur, og nýtur hann mikils stuðnings meðal kristinna, íhaldssamra kjósenda. „Brasilía fyrst – guð er stærstur“ er eitt af slagorðum Bolsonaro, en hann tengist hvítasunnuhreyfingunni í Brasilíu sterkum böndum og hefur sjálfur tekið upp millinafnið Messias. Síðari umferð brasilísku forsetakosninganna fara fram eftir viku, sunnudaginn 28. október. Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Allt bendir til að brasilíski þingmaðurinn og hægriöfgamaðurinn Jair Bolsonaro verði kjörinn nýr forseti landsins um næstu helgi. Hinn umdeildi Bolsonaro, sem hefur verið lýst sem „hinum brasilíska Donald Trump“, hefur sagst í embætti ætla að taka hart á glæpamönnum og spillingu í landinu. Þannig hefur hann látið hafa eftir sér að „góður glæpamaður er dauður glæpamaður“. Bolsonaro á marga pólitíska andstæðinga vegna stefnu sinnar og umdeildra ummæla. Stuðningsmenn hans eru að sama skapi margir enda líta þeir á hann sem bjargvætt landsins. Brasilísk stjórnmál hafa síðustu árin einkennst af hverju spillingarmálinu á fætur öðru. Dilma Rousseff var hrakin úr embætti forseta árið 2016 og forveri hennar Luiz Inácio Lula da Silva afplánar nú dóm vegna spillingarmála. Óánægja almennings með valdastéttina og aukin glæpatíðni hefur skapað frjóan jarðveg fyrir stjórnmálamann eins og Bolsonaro.Jair Bolsonaro hefur átt sæti á brasilíska þinginu frá 1991.AP/Eraldo PeresSakaður um kynþáttahaturTilkynnt var að Bolsonaro yrði forsetaframbjóðandi PSL-flokksins í júlí síðastliðinn. Hann tilkynnti sjálfur um framboð sitt á fundi í Rio de Janeiro fyrir framan þrjú þúsund stuðningsmenn sína. Voru margir þeirra klæddir bolum með myndum af andliti Bolsonaro og veifuðu höndunum líkt og um skammbyssur væri að ræða – handahreyfing sem Bolsonaro hefur ítrekað beitt.Bolsonaro hefur barist fyrir að slakað verði á lögum og reglum sem snúa að skotvopaeign í landinu. Þá kveðst hann líta á pyndingar sem lögmætt tæki í baráttunni gegn glæpum og vill taka upp dauðarefsingar í landinu á ný. Andstæðingar Bolsonaro hafa sakað hann um kynþáttahatur og hatur í garð samkynhneigðra.Skoðanakannanir benda til að Bolsonaro muni fá um 58 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Fernando Haddad, frambjóðandi Verkalannaflokksins, um 42 prósent. Í fyrri umferð kosninganna hlaut Bolsonaro 46 prósent atkvæða en Haddad 29 prósent. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta í fyrri umferð verður kosið milli tveggja efstu í annarri umferð á sunnudaginn kemur.Vinsældir hans jukust umtalsvert í byrjun september eftir að hann fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að vera stunginn í kviðinn með hníf á kosningafundi í Juiz de Fora í Minas Gerais. Myndband náðist af því þegar Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora.Juiz de Fora, há pouco! pic.twitter.com/Z3M9S1pz6E— Blog do Noblat (@BlogdoNoblat) September 6, 2018 Bolsonaro fæddist í Sao Paulo árið 1955 og er hann af ítölskum og þýskum ættum. Bolsonaro hefur sjálfur látið hafa eftir sér að afi hans hafi verið hermaður nasista í seinna stríði. Eftir að hafa lokið skólagöngu gekk Bolsonaro í brasilíska herinn árið 1977 þar sem hann vann sig upp metorðastigann. Innan hersins lét hann sér kjör og réttindi hermanna varða og naut vinsælda bæði starfsbræðra sinna og eiginkvenna þeirra.Fernando Haddad er andstæðingur Jair Bolsonaro í síðari umferð brasilísku forsetakosninganna.AP/Andre PennerÁrið 1988 sneri hann sér að stjórnmálum og var kjörinn borgarfulltrúi í Rio de Janeiro. Hann var svo kjörinn á brasilíska þingið árið 1991 þar sem hann hefur átt sæti síðan.Hinn 63 ára Bolsonaro hefur heitið miklum breytingum verði hann kjörinn nýr forseti landsins. Eitt af loforðum hans er að stórauka fé til lögreglunnar til að takast á við mikla fjölgun glæpa í landinu. Hann vill fá hermenn til starfa innan stjórnsýslunnar og heimila almenningi beita skotvopnum í sjálfsvörn.Jair Bolsonaro hlaut 46 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna.AP/Leo CorreaVill losna undan Parísarsamningnum Líkt og Donald Trump gerði með Bandaríkin, vill Bolsonaro draga Brasilíu úr Parísarsamningnum sem ætlað er draga úr losun gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Bolsonaro hefur heitið því að leyfa frekari eyðingu Amazon-frumskógarins. Hann hefur sagt að umhverfisreglur séu að „kæfa landið“ og hefur lofað landbúnaðariðnaðinum að auðvelda honum að ryðja skóga til að rækta nautakjöt og sojabaunir, helstu útflutningsvörur landsins. Hann hefur margoft lýst yfir aðdáun sinni á herstjórninni sem var við völd í Brasilíu í rúmlega tuttugu ár, þar til lýðræði var komið á á ný um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Forsetaframbjóðandinn hefur sömuleiðis sterkar skoðanir þegar kemur að fóstureyðingum, er þeim andvígur, og nýtur hann mikils stuðnings meðal kristinna, íhaldssamra kjósenda. „Brasilía fyrst – guð er stærstur“ er eitt af slagorðum Bolsonaro, en hann tengist hvítasunnuhreyfingunni í Brasilíu sterkum böndum og hefur sjálfur tekið upp millinafnið Messias. Síðari umferð brasilísku forsetakosninganna fara fram eftir viku, sunnudaginn 28. október.
Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06 Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50 Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Amazon-frumskógurinn í húfi í brasilísku forsetakosningunum Frambjóðandi hægrimanna boðar nær algert afturhvarf frá aðgerðum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum af völdum manna. Hann þykir sigurstranglegur fyrir aðra umferð forsetakosninganna í Brasilíu. 17. október 2018 13:06
Haddad sakar Bolsonaro um kosningasvindl Brasilíski forsetaframbjóðandinn Fernando Haddad hefur sakað andstæðing sinn, hægriöfgamanninn Jair Bolsonaro, um að dreifa lygum um sig á samfélagsmiðlum. 19. október 2018 08:50
Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Fernando Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. 8. október 2018 07:27