Utanríkisráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum að þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð Heimsljós kynnir 19. október 2018 10:00 Barn í SOS barnaþorpi í Gulu, Úganda. gunnisal „Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.stjr.is með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent
„Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið felagasamtok.styrkir@utn.stjr.is með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent