Ríkisstarfsmenn María Bjarnadóttir skrifar 19. október 2018 07:00 Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í ár er svo spennandi að topp 10 listinn minn yfir áhugaverð þingmál, er topp 19 listi. Á listanum eru meðal annars fimm frumvörp sem eiga að styrkja tjáningarfrelsið, uppáhalds mannréttindin mín. Eitt þeirra miðar að því að skýra lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þetta þykir mér spennandi, bæði af persónulegum og faglegum ástæðum. Þau sjö ár sem ég var ríkisstarfsmaður treysti ég mér ekki til þess að hafa sterka skoðun á nokkru einasta pólítísku málefni á almannafæri, nema þegar ég var í fæðingarorlofi. Ég lækaði almennt ekkert á samfélagsmiðlum ef það varðaði eitthvað umdeildara en lýsingu við gangbrautir. Sagði fátt um samfélagsleg málefni, jafnvel þegar ég hafði á þeim skoðanir sem borgari eða þekkingu sem sérfræðingur. Þegar ráðherrann minn stóð í pontu á Alþingi og hélt því fram að einhver samstarfsmanna minna gæti hafa framið alvarlegt lögbrot sagði ég ekkert á almannafæri. Ekki múkk. Líklega tók ég lögbundnar skerðingar á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna full alvarlega. Mér til varnaðar er ég lögfræðingur. Því getur fylgt að taka lög alvarlega. Ég tjáði mig líka alveg, en bara í öruggum rýmum; við vinnufélaga, í saumaklúbb eða við kvöldmatarborðið (og axla samhliða fulla ábyrgð á því að börnin mín lærðu snemma að blóta). Þó að lögin um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hafi sannarlega ekki haldið aftur af öllum opinberum starfsmönnum með sama hætti, er frumvarpið sem kynnt hefur verið til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega umræðu. Í það minnsta spái ég því að það muni fjölga lækum á samfélagsmiðlum verulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í ár er svo spennandi að topp 10 listinn minn yfir áhugaverð þingmál, er topp 19 listi. Á listanum eru meðal annars fimm frumvörp sem eiga að styrkja tjáningarfrelsið, uppáhalds mannréttindin mín. Eitt þeirra miðar að því að skýra lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þetta þykir mér spennandi, bæði af persónulegum og faglegum ástæðum. Þau sjö ár sem ég var ríkisstarfsmaður treysti ég mér ekki til þess að hafa sterka skoðun á nokkru einasta pólítísku málefni á almannafæri, nema þegar ég var í fæðingarorlofi. Ég lækaði almennt ekkert á samfélagsmiðlum ef það varðaði eitthvað umdeildara en lýsingu við gangbrautir. Sagði fátt um samfélagsleg málefni, jafnvel þegar ég hafði á þeim skoðanir sem borgari eða þekkingu sem sérfræðingur. Þegar ráðherrann minn stóð í pontu á Alþingi og hélt því fram að einhver samstarfsmanna minna gæti hafa framið alvarlegt lögbrot sagði ég ekkert á almannafæri. Ekki múkk. Líklega tók ég lögbundnar skerðingar á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna full alvarlega. Mér til varnaðar er ég lögfræðingur. Því getur fylgt að taka lög alvarlega. Ég tjáði mig líka alveg, en bara í öruggum rýmum; við vinnufélaga, í saumaklúbb eða við kvöldmatarborðið (og axla samhliða fulla ábyrgð á því að börnin mín lærðu snemma að blóta). Þó að lögin um þagnarskyldu opinberra starfsmanna hafi sannarlega ekki haldið aftur af öllum opinberum starfsmönnum með sama hætti, er frumvarpið sem kynnt hefur verið til þess fallið að hafa jákvæð áhrif á samfélagslega umræðu. Í það minnsta spái ég því að það muni fjölga lækum á samfélagsmiðlum verulega.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun