Hinsti pistill Khashoggi birtur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. október 2018 08:27 Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu í um tvær vikur. Vísir/AP Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur birt síðasta pistil hins týnda sádiarabíska blaðamanns Jamal Khashoggi. Grunur leikur á um að hann hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl. Khashoggi var reglulegur pistlahöfundur í Post og í tilkynningu frá ritstjóra skoðanagreina blaðsins sem fylgir grein Khashoggi segir að pistillinn hafi borist blaðinu deginum áður en hann var tilkynntur týndur. Ætlunin hafi verið að bíða með að birta pistilinn þangað til að Khashoggi kæmi í leitirnar. Blaðið hafi hins vegar áttað sig á því að ólíklegt væri að hann kæmi aftur og því hafi verið tekin ákvörðun um að birta pistilinn sem fjallar um tjáningarfrelsi í Arabaheiminum. Khashoggi hafði starfað fyrir Post í um eitt ár eftir að hann fór í sjálfskipaða útlegð þegar hann var varaður við því að gagnrýni hans á stefnu krónprins Sádí-Arabíu félli ekki í kramið hjá yfirvöldum. „Þessi pistill nær að fanga fullkomnlega ástríðuna sem hann hafði fyrir frelsi í Arabaheiminum. Frelsi sem hann virðist hafa gefið líf sitt fyrir,“ segir í tilkynningu ritstjórans. Ekkert hefur spurst til Khashoggi eftir að hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna fyrir um tveimur vikum. Telja tyrknesk yfirvöld víst að honum hafi verið ráðinn bani inn á skrifstofunni og að lík hans hafi verið bútað niður. Sem fyrr segir snýst síðasti pistill Khashoggi um skort á tjáningafrelsi í Arabaríkjum. Hann segir íbúa þessara ríkja þjást vegna „Járntjalds“ sem innlend yfirvöld hafi reist. „Arabaheimurinn þarf nútímalega útgáfu af hinum gömlu þverþjóðlegu fjölmiðlum svo að ríkisborgarar geti verið upplýstir um gang mála á alheimsvísu. Enn mikilvægara er að skapa stökkpall fyrir raddir Araba,“ skrifar Khashoggi.Pistil hans má lesa hér.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Blaðamaðurinn Jamal Khashoggi sagður hafa verið pyntaður og aflimaður áður en hann var myrtur. Mál hans er umtalað á alþjóðavettvangi og svertir orðspor krónprins Sádi-Araba, sem hefur haft þá ímynd að vera umbótasinni. 18. október 2018 08:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila