Upphitun: Hamilton getur tryggt sér titilinn Bragi Þórðarson skrifar 17. október 2018 18:00 Verður Hamilton meistari um helgina? vísir/getty Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn. Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton verður fimmfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 takist honum að vinna keppnina um helgina ef Sebastian Vettel verður ekki annar á eftir honum. Hamilton þarf þó ekki endilega að vinna kappaksturinn til að tryggja sér titilinn, hann þarf bara að ná átta stigum meira en Vettel. Keppnin fer fram í Texas fylki í Bandaríkjunum á Circuit of the Americas. Brautin, sem staðsett er í Austin, er afar teknísk og bíður upp á marga staði til framúraksturs. Kappaksturinn verður sá sjöundi á brautinni sem var fyrst tekin í notkun árið 2012. Af þeim sex keppnum sem fram hafa farið á brautinni hefur Lewis unnið fimm þeirra. Það má því með sanni seigja að brautin er í miklu uppáhaldi hjá Bretanum.Það verður erfitt að stoppa Mercedes Mercedes hefur verið á miklu skriði að undanförnu og hefur liðið klárað síðustu tvær keppnir með bíla sína í fyrsta og öðru sæti. „Verkið virðist ómögulegt en stundum er okkar verkefni að sigrast á hinu ómögulega,” sagði Maurizio Arrivabene , stjóri Ferrari í vikunni. Að sama skapi var Toto Wolff, stjóri Mercedes, handviss um að verkinu væri ekki lokið fyrr en titlarnir eru öruggir. „Mercedes liðið mun gefa allt sem það á um helgina.” Rétt eins og í fyrra virtist Ferrari liðið algjörlega brotna undan álagi á lokakafla tímabilsins. Erfitt er að útskýra af hverju en liðið hafði gott forskot á Mercedes í sumar. Mercedes og Hamilton hafa nýtt sér lélegt form Ferrari liðsins til hins ítrasta og stefnir Bretinn á tíunda sigur sinn á tímabilinu um helgina. Kappaksturinn byrjar klukkan sex á sunnudagskvöldið og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 ásamt tímatökum og æfingu á laugardaginn.
Formúla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira