Ungir syrgjendur Bjarni Karlsson skrifar 17. október 2018 07:00 Liðna helgi tók ég þátt í mögnuðu verkefni er hópur ungmenna á aldrinum tíu til sautján ára kom saman í Vindáshlíð í Kjós í því skyni að vinna með sorg í kjölfar ástvinamissis. Verkefnið ber heitið Örninn og er á vegum Vídalínskirkju. Í þverfaglegu umsjónarteymi voru sálfræðingar og sjúkraþjálfari, prestar og djákni, matreiðslumenn, listafólk og hárgreiðslumeistari. Sams konar helgardvöl var haldin sl. vor og nú líkt og þá fengum við sem eldri erum endurnýjaða trú á lífið. Einhver hefði haldið að svona dvöl væri hlaðin alvöruþunga en reyndir vita að óvíða er meira hlegið en þar sem syrgjendur koma saman til að ræða um reynslu sína, styrk og vonir. Mannshjartað rúmar á sömu stundu dýpstu sorg og björtustu gleði. Þar er pláss fyrir trega og tilhlökkun, kvíða og þakklæti og allt hitt sem fylgir því að vera manneskja. Við urðum sammála um að líta á dvölina sem æfingabúðir í því að bera sorg. Þau sem syrgja vilja nefnilega ekki losna við sorgina því þar býr minningin um þann sem er farinn. Við sáum líka að ef maður ætlaði í alvöru að lifa laus við sorg yrði maður að hafna öllum tengslum, ástinni og vináttunni. Ekkert þessara ungmenna gat hugsað sér að lifa án ástar. Þau sögðu hvert öðru sögu sína, spegluðu reynslu sína og viðbrögð í sögum hinna og eftir því sem klukkustundirnar liðu óx feginleikinn. Það er undarlegt að segja svona, en það er satt að það voru fegnir syrgjendur sem kvöddust á hlaðinu í Vindáshlíð í lok helgar. Það fylgir því feginleiki að vita að aðrir hafi styrk til að vera vitni að lífi manns í gagnkvæmum skilningi, og það gefur manni viðspyrnu til að halda göngunni áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Liðna helgi tók ég þátt í mögnuðu verkefni er hópur ungmenna á aldrinum tíu til sautján ára kom saman í Vindáshlíð í Kjós í því skyni að vinna með sorg í kjölfar ástvinamissis. Verkefnið ber heitið Örninn og er á vegum Vídalínskirkju. Í þverfaglegu umsjónarteymi voru sálfræðingar og sjúkraþjálfari, prestar og djákni, matreiðslumenn, listafólk og hárgreiðslumeistari. Sams konar helgardvöl var haldin sl. vor og nú líkt og þá fengum við sem eldri erum endurnýjaða trú á lífið. Einhver hefði haldið að svona dvöl væri hlaðin alvöruþunga en reyndir vita að óvíða er meira hlegið en þar sem syrgjendur koma saman til að ræða um reynslu sína, styrk og vonir. Mannshjartað rúmar á sömu stundu dýpstu sorg og björtustu gleði. Þar er pláss fyrir trega og tilhlökkun, kvíða og þakklæti og allt hitt sem fylgir því að vera manneskja. Við urðum sammála um að líta á dvölina sem æfingabúðir í því að bera sorg. Þau sem syrgja vilja nefnilega ekki losna við sorgina því þar býr minningin um þann sem er farinn. Við sáum líka að ef maður ætlaði í alvöru að lifa laus við sorg yrði maður að hafna öllum tengslum, ástinni og vináttunni. Ekkert þessara ungmenna gat hugsað sér að lifa án ástar. Þau sögðu hvert öðru sögu sína, spegluðu reynslu sína og viðbrögð í sögum hinna og eftir því sem klukkustundirnar liðu óx feginleikinn. Það er undarlegt að segja svona, en það er satt að það voru fegnir syrgjendur sem kvöddust á hlaðinu í Vindáshlíð í lok helgar. Það fylgir því feginleiki að vita að aðrir hafi styrk til að vera vitni að lífi manns í gagnkvæmum skilningi, og það gefur manni viðspyrnu til að halda göngunni áfram.