Menning

Birkir Blær hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Blær með verðlaun sín. Hann starfaði á sínum tíma sem blaðamaður á Vísi.
Birkir Blær með verðlaun sín. Hann starfaði á sínum tíma sem blaðamaður á Vísi. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Birkir Blær Ingólfsson, rithöfundur, tónlistarmaður og blaðamaður, er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna þetta árið fyrir bók sína Stormsker - Fólkið sem fangaði vindinn. Verðlaunin voru afhent í Háteigsskóla í dag af stjórn verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka.

Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir:

„Stormsker - Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.

Í dómnefnd sátu þær Æsa Guðrún Bjarnadóttir (formaður), Kristín Ármannsdóttir, Kristín Hagalín Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Óttarsdóttir og Þórhildur Garðarsdóttir.

Fjölmörg handrit bárust í samkeppnina um Íslensku barnabókaverðlaunin í ár en skilafresturinn rann út í febrúar. Dómnefnd lauk störfum í maí og valdi það handrit sem kæmi út undir merkjum verðlaunanna í haust. Var Birki Blær afhent handritið, sem fallega bók, í dag.

Íslensku barnabókaverðlaunin voru stofnuð í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og hafa verið veitt frá árinu 1986.


Tengdar fréttir

Fékk bæði verðlaun og eigin bók í hendur

Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 hlaut Elísa Jóhannsdóttir bókmenntafræðingur. Sagan Er ekki allt í lagi með þig? kom út hjá Forlaginu í gær. Hún fjallar um einelti, vináttu og foreldravanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×