Þjóðverjar í vondum málum en Lars með þriðja sigurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 16. október 2018 20:30 Frakkar fagna fyrra marki Griezmann. vísir/getty Þjóðverjar eru í vondum málum í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 tap gegn Frakklandi í Frakklandi í kvöld. Toni Kroos kom Þýskalandi yfir á fjórtándu mínútu leiksins úr vítaspyrnu eftir að Presnel Kimpembe handlék knöttinn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Antoine Griezmann jafnaði með stórkostlegum skalla á 62. mínútu og átján mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að heimamenn fengu ódýra vítaspyrnu. Lokatölur 2-1. Frakkarnir eru á toppnum í A-riðlinum með sjö stig en Hollendingar eru í öðru sæti með þrjú stig. Þýskaland er á botninum með eitt stig og er í vandræðum. Í B-deildinni vann Úkraína 1-0 sigur á Tékklandi og Harry Wilson gerði eina mark Wales er liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Írlandi. Lars Lagerback og lærisveinar hans í Noregi unnu 1-0 sigur á Búlgaríu í C-deildinni en þeir eru á toppi C-riðilsins með níu stig og eru á leið í B-deildina ef allt er eðlilegt. Þjóðadeild UEFA
Þjóðverjar eru í vondum málum í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 tap gegn Frakklandi í Frakklandi í kvöld. Toni Kroos kom Þýskalandi yfir á fjórtándu mínútu leiksins úr vítaspyrnu eftir að Presnel Kimpembe handlék knöttinn. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Antoine Griezmann jafnaði með stórkostlegum skalla á 62. mínútu og átján mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að heimamenn fengu ódýra vítaspyrnu. Lokatölur 2-1. Frakkarnir eru á toppnum í A-riðlinum með sjö stig en Hollendingar eru í öðru sæti með þrjú stig. Þýskaland er á botninum með eitt stig og er í vandræðum. Í B-deildinni vann Úkraína 1-0 sigur á Tékklandi og Harry Wilson gerði eina mark Wales er liðið vann 1-0 sigur á grönnum sínum í Írlandi. Lars Lagerback og lærisveinar hans í Noregi unnu 1-0 sigur á Búlgaríu í C-deildinni en þeir eru á toppi C-riðilsins með níu stig og eru á leið í B-deildina ef allt er eðlilegt.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti